laugardagur, júlí 15, 2006
Er hugsanlegt að það sé til meiri rigning en komið hefur úr skýjunum undanfarna mánuði hér á þessu guðsvolaða landi. Mér er löngu hætt að finnast rigningin góð og er líka nánast búin að gleyma því hvernig sólin lítur út. Ég er er samt ekki á því að gefast upp og hella mér á internetið að leita að tilboðum til sólarlanda enda standa þær ferðir víst ekkert lengur til boða fyrir hinn seinheppna íslending. Við fengum sex rigningalausa daga í júní og mér sýnist útlitið vera slíkt hið sama fyrir júlímánuð. Reyndar erum við léttur með afbrigðum heppnar því eina helgin sem ekki hefur rignt í júlí var síðasta helgi og það var okkar útileguhelgi. Dásamlegt helgi í sól og blíðu á Rangárbökkum með rúmlega 30 léttum, viðhengjum, börnum og barnabörnum, alls held ég um 85 manns. Hefði mátt halda að til stæði að kvikmynda athæfið. Reyndar svaf nú minnihlutinn í tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum eða hjólhýsum. Mengið af liðingu hreiðraði um sig í kofum á árbakkanum. Mér skilst að við hjónakornin ásamt buru höfum verið í einu af sjö TJÖLDUM á svæðinu. En skemmtilegasta útilega þó eitthvað hafi verið of mikið sett ofan í sig af vínanda á laugardagskvöldinu en hver er að fást um það.
Lentum svo ásamt Maríu og Arne, Jónu og Sigga í biðröðinni út úr bænum á sunnudeginum en vorum svo heppin að María bauð okkur í sumarbústað foreldar sinna í Vaðnesinu og þar var horft á leikinn, farið í heita pottinn, sauna og sturtu, grillað og tjillað og farið í bæinn þegar allir hinir voru búnir að kúldrast í biðröð í tvö tíma eða meira.
Og þessa helgina er svo gospellinn í Galtalæk í grenjandi rigningu, æ, æ. Ætlaði svo sannarlega að fara en bara var ekki í neinu stuði og var meira að segja búin að lofa mér í partý í gærkvöldi með vinnunni. En í gærmorgun hringdi Hrund, Rakelin lasin og hún fékk að vera hjá ömmunni. Er nefnilega í nokkra daga sumarfríi sökum jaxlatöku á miðvikudaginn sem gekk vonum framar þó ég hefði svoldið á tilfinningunni að verið væri að mölva í mér höfuðbeinin þegar verið var að losa þennan blessaða endajaxl. Og svo var ömmustúlkan mín hér áfram og sofnaði á sínum tíma klukkan átta og bara hin hressasta. Um hálfellefu var hringt og spurt hvort ég væri ekki á leið í partý. Halló mín algjörlega búin að gleyma þessu partíi. Var að hugsa um að fá stelpurnar til að sofa uppi hjá Rakel svo ég gæti skellt mér í partý en svo rumskaði hún og þegar ég horfði á hana hálfsofandi í rúminu sínum bara gat ég ekki farið. Hún er svo mikil snúlla þessi elska, algjörlega bræðið ömmuhjartað. Svo var hún komin með hita undir morgun og var ósköp stutt.
En nú nenni ég ekki að skrifa meira, ætla að hlusta aðeins á Jeff Who?????......
Lentum svo ásamt Maríu og Arne, Jónu og Sigga í biðröðinni út úr bænum á sunnudeginum en vorum svo heppin að María bauð okkur í sumarbústað foreldar sinna í Vaðnesinu og þar var horft á leikinn, farið í heita pottinn, sauna og sturtu, grillað og tjillað og farið í bæinn þegar allir hinir voru búnir að kúldrast í biðröð í tvö tíma eða meira.
Og þessa helgina er svo gospellinn í Galtalæk í grenjandi rigningu, æ, æ. Ætlaði svo sannarlega að fara en bara var ekki í neinu stuði og var meira að segja búin að lofa mér í partý í gærkvöldi með vinnunni. En í gærmorgun hringdi Hrund, Rakelin lasin og hún fékk að vera hjá ömmunni. Er nefnilega í nokkra daga sumarfríi sökum jaxlatöku á miðvikudaginn sem gekk vonum framar þó ég hefði svoldið á tilfinningunni að verið væri að mölva í mér höfuðbeinin þegar verið var að losa þennan blessaða endajaxl. Og svo var ömmustúlkan mín hér áfram og sofnaði á sínum tíma klukkan átta og bara hin hressasta. Um hálfellefu var hringt og spurt hvort ég væri ekki á leið í partý. Halló mín algjörlega búin að gleyma þessu partíi. Var að hugsa um að fá stelpurnar til að sofa uppi hjá Rakel svo ég gæti skellt mér í partý en svo rumskaði hún og þegar ég horfði á hana hálfsofandi í rúminu sínum bara gat ég ekki farið. Hún er svo mikil snúlla þessi elska, algjörlega bræðið ömmuhjartað. Svo var hún komin með hita undir morgun og var ósköp stutt.
En nú nenni ég ekki að skrifa meira, ætla að hlusta aðeins á Jeff Who?????......
Comments:
Skrifa ummæli