<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Það er loksins komið sumar og sól í heiði skín. Og ég ætlaði að vera svo vitur að taka sumarfrí í góðu veðri og á morgun og föstudaginn og mánudaginn og þriðjudaginn ætlaði ég að vera í fríi. En svo er mugginn veikur og kemur ekki á morgun og ég hef bara ekki brjóst í mér að láta drengina vera tvo í vinnunni svo við sjáum hvað setur með föstudaginn.
Sonur minn búinn ásamt pabbanum að reisa einbýlishús í ösp hér í garðinum og stefnir á að flytja inn fljótlega. Ógislega krúttlegt hús og á örugglega eftir að vera enn betra. Jánsinn stopp í pottamálum og bíður eftir sögurum sem eiga að saga gat í vegginn fyrir hurðinni úr þvottahúsinu út í garð. Vonandi að þetta fari að ganga eitthvað og pottur komist í gagnið fyrir haustjafndægur.
Er reyndar búin að vera undanfarna daga með pestina frá ömmustúlkunni minni en nenni engan veginn að liggja í bælinu og er bara betur sett í vinnunni.
María og slegt á leið til Spánar í tvær vikur og ég verð að segja að ég er komin með dálitla útþrá. Ætlum reyndar að skreppa í sumarbústaðarheimsókn til Hrundar og Di á laugardaginn og tjalda kannski undir jökli og aldrei að vita nema við lengjum það eitthvað og förum vestar. Látum það bara ráðast.
Og hvernig er það...eru allir á leið til Tyrklands með ömmu Jó...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter