<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Minn gamli góði gráni þ.e. Speisvagninn kominn á haugana og á hlaðinu er nú nánast flunkunýr Suzuki "JEPPI" og ég sem hafði heitið því að fá mér aldrei jeppa. En það var líka Jánsinn sem keypti þennan grip með leðursætum og velmegunarkrók og alles svo nú er ekki til setunnar boðið því um helgina verður hægt að storma í útilegu létta. Talandi um léttur þá var aldeilis yndirlegt að syngja með þeim þegar lög um örlítið meira jafnrétti til handa samkynhneigðum var lögleitt hér í landi. Síðan þá er ég búin að vera með lagið Ég er það sem ég er á heilanum og bara allt í lagi með það. Svo lengi sem það er ekki hróðmar og myrkrið í kringum mig.
Skemmtilegur laugardagur hér í gerðinu með nokkrum léttum líka, borðað yfir sig og drukkið mátulega. Og aloaveradjúsinn kominn í hús og líka dásamlega krúttaralegt gullveski frá Ítalíu sem Stína stuð keypti fyrir mig. Hún kemur þaðan brún og sælleg. Annað en að vera kríthvítur hér í rigningunni sem virðist engan enda ætla að taka.
Haukablað alveg að detta í prentun og nánast hægt að segja að það sé rólegt í vinnunni. Annars bara allt við það sama er það ekki bara...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter