<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

er algjörlega búin að standa mig í atkvæðagreiðslunni og nú er mál að linni að sinni. Vona að allir aðrir hafi staðið sig jafnvel og ég og þá mundi ég bara halda að okkar manni væri borgið...vonandi...svefn...

föstudagur, ágúst 25, 2006

Nú er taka sig á og koma Magna okkar í úrslitaþátt Supernova. Er ekki bara málið að fá einn úr stórfjölskyldunni til að vaka og greiða atkvæði fyrir alla í familíunni þannig að hann fái bara 300 þús. atkvæði frá íslensku þjóðinni. Það hlýtur að hafa eitthvað að segja. Greiða atkvæði fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu, systkini og börn þeirra og maka og eigin karl og krakka. Nú er bara að kýla á það...hmm...er það ekki bara málið....

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Nú er ég komin í sumarfrí. Hrund og Díana á leið til London á föstudagsmorgun og ég ætla að vera með stuttuna mína í allavega þrjá daga og svo ætlar Amma Alla að taka við og vera með hana í 2-3 daga. Systir góð á leið til landsins með gínur og grjónadýr, kemur annað kvöld og fer aftur á þriðjudagskvöld. Kemur með Daníel með sér og kannsi fær gamla móðursystirin líka að passa hann meðan mamman skottast um borg og bý með kerti og fleira í farteskinu.
Rifsberin að verða tínsluhæf og ef einhver léttan eða gospelsystir vill koma og tína er það algjörlega guðvelkomið. Nóg er af þeim.
Og nú get ég með góðri samvisku vakað yfir rockstarinu. Er næstum viss um að þessi blessaði eintóna Ryan verður söngvari Supernova. Verði þeim að góðu. Ömurlegur fír verð ég nú bara að segja. But who cares. Og Magni er náttlega bestur.
Og morgundeginum hef ég hugsað mér að eyða í tiltekt eftir rafvirkjann góða. Reyndar er nú minnsta draslið eftir hann heldur hefur það bara safnast upp eftir letikast húsmóðurinnar á heimilinu.
Og kannski ég reyni að kíkja á hana Maríu mína og Daníelinn hennar. Löngu orðið tímabært að hitta þau mæðginin. Sakna Maríu og þoli ekki hvað ég er löt að hringja í hana. Er reyndar frekar löt yfirleitt að hringja í fólk en það er engin afsökun.
Missi af tveimur fyrstu æfingum létta, er á leið á inDesign námskeið og hlakka eiginlega bara svoldið til.
Annars bara allt í góðu...

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ja hérna hér. Þetta er náttúrlega ekki í lagi að blogga ekki í rúman mánuð og vitandi það að allir eru voðalega spenntir yfir því sem gerist í mínu lífi. Hef svo sem ekkert setið auðum höndum þennan mánuðin frekar en endra nær þó ekki hafi ég nú verið neitt í stórverkum. Potturinn gengur hægar en æskilegt er en vonandi fer eitthvað að gerast í þeim málum. Hann er allavega kominn á þann stað sem hann á að vera og það er nú þó nokkuð. Búið að grafa hér upp heilu rúmhektarana af mold sem situr í einum stórum haug hér í garðinum og varla hægt að þverfóta fyrir honum. Vonandi lætur píparinn sjá sig eftir helgina.
Átti dásamlega helgi þarna þegar gay pride var og í stað þess að fara í gönguna skellti ég mér með Gospelsystrum á Borg í Grímsnesi að syngja. Þegar heim kom hringdi í mig María nokkur Björk og spurði hvort ég ætlaði ekki að syngja í afmæli Siggu Sig. Ég opna ekki lengur dos mailið mitt enda komin með ýmis önnur og segir líka eins og Bimbs, ég er algjörlega búin að fá nóg af helv...ruslpóstinum sem flæðir inn á það netfang. Fór sem sagt í söng í afmælinu og þaðan beint í gospelsystraaltpartý sem stóð langt fram eftir nóttu. Var algjörlega endurnærð sönggræðgislega séð eftir þennan sólarhring enda orðin illa haldin af þeirri græðgi eftir sumarið.
Mágur og mágkona komin og farin af landinu og búið að sætt mig og tengdamömmu eftir að við höfðum ekki talast við síðan í apríl.
Og alla þessa helgi hefur verið hér rafvirki, ekki Skúli þó, og þrætt hér í nýja víra og fundið hin ýmsustu ljósastæði sem ég svo sem vissi að væru einhvers staðar. Svo nú er rafmagnið í húsinu að verða í 100% lagi, jarðtengt og alles.
Krakkakrílin að byrja í skólanum eftir helgi og eftir að sjá hvernig til tekst að fá þau til að druslast til að fara í háttinn fyrir miðnætti að ég tali nú ekki um að vakna fyrir hádegi á morgnana.
Var með ömmusnótina mína í nótt þar sem pabbinn var að halda upp á afmælið sitt og svo verð ég með hana í eina 5-6 daga um næstu helgi þegar mömmsurnar hennar ætla að skreppa til London að spóka sig.
Er á leið í brauðsmakkeríi hjá Gunnsunni í kvöld en ætla samt að fá með eitthvað í svanginn fyrst. Var að uppfæra léttastar svo auðveldara sé að halda þeim vef við og uppfæra með góðu móti. Þarf að ráðst í aðalvefinn hið fyrsta og gera slíkt hið sama við hann.
Og Magni ennþá í idolinu og heldur fyrir manni vöku á þriðjudags og miðvikudagskvöldum. Er yfirleitt voðalega sybbin eftir þá daga. Nenni ekki meiru en lofa því að druslast til að blogga oftar þegar haustar....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter