<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Nú er ég komin í sumarfrí. Hrund og Díana á leið til London á föstudagsmorgun og ég ætla að vera með stuttuna mína í allavega þrjá daga og svo ætlar Amma Alla að taka við og vera með hana í 2-3 daga. Systir góð á leið til landsins með gínur og grjónadýr, kemur annað kvöld og fer aftur á þriðjudagskvöld. Kemur með Daníel með sér og kannsi fær gamla móðursystirin líka að passa hann meðan mamman skottast um borg og bý með kerti og fleira í farteskinu.
Rifsberin að verða tínsluhæf og ef einhver léttan eða gospelsystir vill koma og tína er það algjörlega guðvelkomið. Nóg er af þeim.
Og nú get ég með góðri samvisku vakað yfir rockstarinu. Er næstum viss um að þessi blessaði eintóna Ryan verður söngvari Supernova. Verði þeim að góðu. Ömurlegur fír verð ég nú bara að segja. But who cares. Og Magni er náttlega bestur.
Og morgundeginum hef ég hugsað mér að eyða í tiltekt eftir rafvirkjann góða. Reyndar er nú minnsta draslið eftir hann heldur hefur það bara safnast upp eftir letikast húsmóðurinnar á heimilinu.
Og kannski ég reyni að kíkja á hana Maríu mína og Daníelinn hennar. Löngu orðið tímabært að hitta þau mæðginin. Sakna Maríu og þoli ekki hvað ég er löt að hringja í hana. Er reyndar frekar löt yfirleitt að hringja í fólk en það er engin afsökun.
Missi af tveimur fyrstu æfingum létta, er á leið á inDesign námskeið og hlakka eiginlega bara svoldið til.
Annars bara allt í góðu...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter