<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 27, 2006

Síðasta vika var algjörlega út úr kortinu í vinnunni. Vinna langt fram á kvöld og kúnnarnir alóðir ef þeir fá ekki það sem þeir biðja um á nóinu. Eins og ég sé í einhverri annari vinnu þessa viku. Allt bara í ótrúlegum rólegumheitum og hægt að skreppa í tollinn og til tannsa og alles án þess að allir fari á límingunum. Og frí á morgun til að undirbúa sig og pakka fyrir æfingabúðirnar. Gaman gaman.
Það er svoldið skrítið að þegar ég hugsa með mér að nú sé kominn tími á blogg og í huga mínum eru alls konar vitleysa að flækjast fyrir mér og ég ætla að koma því frá mér á þessu svakalega sniðuga bloggi að þegar ég byrja þá bara nenni ég ekki að hafa skoðun á nokkrum sköpuðum hlut.
Er eiginlega almest fúl út í sjálfa mig að láta vinnuna ganga fyrir því að rækta vinkonurnar. Er stundum algjörlega að fara yfirum á tímaleysi og það að koma mér ekki í það að lyfta upp símtólinu bara til að spjalla við einhvern sem mér þykir vænt um um allt og ekki neitt. En svona er þetta bara stundum.
Hef ekki heldur séð ömmustelpuna mína í eina 10 daga og það er líka óþolandi. Hún er svo skemmtileg þessi litla sæta budda og það léttir svo ömmulundina að eyða með henni smátíma.
Börnin mín öll í vetrarfríi og vaka þar af leiðandi svoldið frameftir og ég fer aldrei í háttin á skikkanlegum tíma og stundum skil ég ekki alveg hvernig ég fer að því að sofa alltaf allt of lítið.
Versla enn dauðann ráðalausan á ebayinu en upp á síðkastið hefur nú verið frekar fátt um fina drætti og það er bara hið besta mál. Þetta gæti algjörlega þróast út í fíkn því nú eyði ég tímanum í ebay í stað þess að horfa á imbann eða bara fara upp í bæli að sofa í hausinn á mér.
En á morgun á ég frí og svo æfingabúðir og skemmtilegheit með ágætis kerlingum...svo lífið er nú ekki alslæmt þessa dagana...þrátt fyrir hvalveiðar, grenjandi rigningu og myrkur í ríkum mæli...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter