<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Ég er svo glöð yfir því hvað mér finnst aftur gaman að vera í Léttsveitinni. Kem heim endurnærð eftir æfingar og nú er bara lífið í sveitinni eins og það á að vera. Var algjörlega að fara yfirum í fyrra á endalausu "myrkri" og "morðum" og við það að gefast upp og taka mér pásuna sem ég hef stund verið á leið í en aldrei tímt. En nú er aldeilis öldin önnur, bara ljós og gleði og jóla jóla og bara gaman saman.
Vona svo sannarlega að Léttur taki gelgjuna á auðveldari hátt en hún dóttir mín sem algjörlega að fara með okkur foreldrana. Mér finnst nú ekkert svo voðalega langt síðan ég var unglingur - segi nú bara svona - og ég minnist þess ekki að ég hafi farið svona í skapið á mínum foreldrum. Það væri algjörlega að æra óstöðugan að telja upp öll uppátæki Rúskunnar. Spangirnir voru nú eitt. Við vorum algjörlega að neyða hana í það að fá spangir af einskærri mannvonsku og væntumþykjuleysi. Sama þótt hún væri með 7mm yfirbit og við það eyðileggja glerunginn á tönnunum, mína dama alveg viss í sinni sök. Við værum ömurlegir foreldrar og þætti sko ekki vitundar baun vænt um hana. Og svo eru það mánudagsmorgnar. Rúskan fer aldrei að sofa fyrr en undir morgun og er þar af leiðandi ósofinn og ömurleg á mánudagsmorgnum og það að vera að vekja hana og reyna að koma henni í skólann á réttum tíma sýnir enn og aftur hversu algjörlega misheppnaðir foreldra við erum. Á milli þess sem við erum að farast úr mannvonsku erum við albest í heimi og þessi vargatítla breytist í engil og knúsbolta. Skil bara alls ekki hvað gerist á þessari gelgju. Allavega guðslifandi fegin að vera löngu komin yfir þessi "erfiðu" ár.
Og á morgun ætlar minn ljúfi einkasonur að halda upp á 11 ára afmælið sitt. Hann er nefnilega jafngamal léttum, fyrsta léttubarnið. Skrítið að miða allt við létturnar. Já lífið er stundum létt og næs þrátt fyrir unglingavandamál á dætrunum.
Upp er komin listi yfir jólagjafir og ég er algjörlega búin að skrifa minn...eitt stk. 40" lcd sjónvarp í stofuna, 24"iMac í tölvuherbergið, græjur fyrir iPodið bæði á heimilið og til að taka með sér í æfingabúðir og svo tenging fyrir iPod beint í útvarpið í bílnum. Og mér dettur örugglega eitthvað fleira sniðugt í hug þegar líður að jólum...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Bara að láta vita að ég er enn á lífi...og verð meira að segja árinu eldri eftir tvo heila daga. Drullufín kóræfing í kvöld og síðan á æfingu hjá Jóni Kr. Bara skemmtilegt. Verð samt aðeins að læra betur textann á greensleeves en allt kemur þetta örugglega fyrir fimmtudagskvöldið en þá á ég einmitt afmæli og Léttur ætla að syngja fyrir Jón Kr.
Rúskan fékk spangir í dag eftir að foreldrar hennar slepptu sér algjörlega þegar hún hálftíma fyrir spangartíma sem búið var auðvitað að bóka langt fram í tímann var hætt við að fá sér spangir...langar ekki að byrja fleiri daga með því að hella mér yfir ungfrúnna sem er þverari en an.....
Svefn og vinna í fyrramálið og keila annað kvöld...er ekki lífið bara gaman, ha.....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter