<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 18, 2006

Ég held svei mér að mín sé að verða gömul. Er búin að vera að drepast í rófubeininu í nokkra daga og í dag var ég eins og farlama gamalmenni. Skötupartý hér í gærkveldi og bara hið fínasta partý og húsið "ilmar" hér eftir þá soðningu. Og bara besta skata ever. Ég er greinilega farin að kunna á þessu tökin þó ég snæði nú yfirleitt saltfisk og láti aðra um skötuna. Það líður víst fólki seint úr minni þegar ég var á fæðingardeildinni með Hrundsunni sama kvöld og skötupartýið var hér fyrir tveimur árum nákvæmlega því Rakelin á afmæli á morgun. Ég var nú nokkuð viss um að dóttirin yrði búin að fæða fyrir partýið þar sem belgurinn var sprengdur kl. 13.00 þann 17. En stuttan lét bíða eftir sér og ákvað að eiga sér sinn eigin afmælisdag þann 18. þar sem milljón manns í fjölskyldunni eru fæddir þann 17. En eitthvað skilst mér að skatan hafi verið mauksoðin og ömurleg og partýið eiginlega hálf ómögulegt. Stundum er maður greinilega ómissandi.
En sem sagt það var haldið upp á afmæli Rakelar Silju í dag og mín alveg essinu sínu. Sat stillt og góð meðan afmælissöngurinn var sunginn allavega tvisvar sinnum og blés á kertin og var algjörlega prinsessan í ríki sínu. Eftir afmælið kom ég hér heim og gleypti í mig tvær verkjatöflur út af sáru rófubeinuninu og náttlega sofnaði eftir þá inntöku. Átti eftir að kaupa jólagjafir sem eiga að fara til Danmerkur á þriðjudaginn og móðir mín orðin frekar óþolinmóð að bíða eftir. Vaknaði um átta og dreif mig í Smáralindina, lauk jólagjafainnkaupunum á mettíma og kom þeim áfangastað. Núna er ég sem sagt ekki vitund sybbin og legg bara kapal í skötuilminum og set í þvottavel þess á milli...er farin að sjá í botninn..hér er allt að verða bara svoldið jólalegt og svei mér ef ég baka kannski ekki með krökkunum á næstu dögum...er einhvern veginn þannig stemmd...

miðvikudagur, desember 13, 2006

Það eru deffentlý að koma jól. Hef ekki enn komist í jólahreingerninguna...da....allt of mikið að gera. Léttur hafa lokið tónleikahaldi fyrir jólin. Tókst bara hreint glimrandi held ég allavega í seinna skiptið. Var að koma af VoxFeminae/Gospelsystur/StúlknakórReykjavikur tónleikum. Forsetinn og Dorrit viðstödd. Fínir tónleikar þó syfjandi væru þó eitt og eitt lag væri ekkert skemmtilegt en allavega var fyrriparturinn flottur. Annars svo sem ekkert merkilegt að gerast. Er að reyna að plana skötupartý hér á laugardaginn, eini lausi dagurinn fyrir jól. Og á sunnudaginn verður haldið upp á tveggja ára afmæli Rakelar Silju en hún verður tveggja ára þessi litla fallega skotta á mánudaginn. Hún er algjörlega sú skemmtilegasta, altalandi og syngjandi jólalögin út í eitt.
Búin að afgreiða jólagjafirnar til USA og allt annað næst ábyggilega fyrir jól...

mánudagur, desember 04, 2006

Úff, úff, úff...dætur mínar eru eiginlega að ganga af mér dauðri. Fyrst Rúskan og nú sú elsta sem er á sínu árlega skammdegisflippi. Og ég stend algjörlega ráðalaus gagnvart svona uppákomum. Veit nákvæmlega ekkert hvað ég á að gera. Vona að morgundagurinn verði betri og bjartari í augum allra sem standa mér næst.
Annars fórum við Jánsinn í örlítinn jólaleiðangur í dag. Versluðum reyndar minnst af jólagjöfum en keyptum risasjónvarp sem ætlunin var að setja í kjallarann fyrir playstation en svo endaði ferlíkið í svefnherberginu. Kannski veitir ekkert af stærðinni, bæði farið að förlast sjón...reyndar á misjafnan hátt. Ég sé glimrandi vel frá mér en spúsinn ekkert frá sér. Hver segir að við jöfnum ekki hvort annað upp.
Annars er ég búin að vera frekar dán þessa helgina og svaf eiginlega af mér seinni part dagsins í gær. En vaknaði í morgun bara frekar hress, reyndi að hlusta á upptökur frá síðustu æfingu. Er bara alls ekkert að kunna allt sem ég þarf að kunna. Textarnir svona í slitrum og altinn ekki alveg kominn inn í minn haus, en á fastlega von á að það lagist allt eftir æfinguna á morgun og þriðjudaginn. Og svo er bara að pikka textann í það litla lausa svæði sem laust er í mínum gamla kolli. Krakkarnir í prófum næstu viku og vonandi standa þau sig sæmilega. Fer ekki fram á meira. Þarf svo að ræða við Hrunsuna á morgun...
Fór reyndar í leikhús á föstudagskvöldið. Hélt nú reyndar að ég væri að fara á Stórfengleg eða hvað það heitir nú en svo kom í ljós að þetta var Viltu finna milljón. Einn og hálfur klukkutími af gíslarúnarsaulahúmor var eiginlega klukkutími og mikið fyrir minn smekk. Mæli sko ekki með þessu rugli og skil ekki hvernig þetta hefur gengið á stóra sviði Borgarleikhússins svona óralengi...Ef þetta er menning þá veit ég ekki hvað er ómenning....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter