miðvikudagur, desember 13, 2006
Það eru deffentlý að koma jól. Hef ekki enn komist í jólahreingerninguna...da....allt of mikið að gera. Léttur hafa lokið tónleikahaldi fyrir jólin. Tókst bara hreint glimrandi held ég allavega í seinna skiptið. Var að koma af VoxFeminae/Gospelsystur/StúlknakórReykjavikur tónleikum. Forsetinn og Dorrit viðstödd. Fínir tónleikar þó syfjandi væru þó eitt og eitt lag væri ekkert skemmtilegt en allavega var fyrriparturinn flottur. Annars svo sem ekkert merkilegt að gerast. Er að reyna að plana skötupartý hér á laugardaginn, eini lausi dagurinn fyrir jól. Og á sunnudaginn verður haldið upp á tveggja ára afmæli Rakelar Silju en hún verður tveggja ára þessi litla fallega skotta á mánudaginn. Hún er algjörlega sú skemmtilegasta, altalandi og syngjandi jólalögin út í eitt.
Búin að afgreiða jólagjafirnar til USA og allt annað næst ábyggilega fyrir jól...
Búin að afgreiða jólagjafirnar til USA og allt annað næst ábyggilega fyrir jól...
Comments:
Skrifa ummæli