<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 04, 2006

Úff, úff, úff...dætur mínar eru eiginlega að ganga af mér dauðri. Fyrst Rúskan og nú sú elsta sem er á sínu árlega skammdegisflippi. Og ég stend algjörlega ráðalaus gagnvart svona uppákomum. Veit nákvæmlega ekkert hvað ég á að gera. Vona að morgundagurinn verði betri og bjartari í augum allra sem standa mér næst.
Annars fórum við Jánsinn í örlítinn jólaleiðangur í dag. Versluðum reyndar minnst af jólagjöfum en keyptum risasjónvarp sem ætlunin var að setja í kjallarann fyrir playstation en svo endaði ferlíkið í svefnherberginu. Kannski veitir ekkert af stærðinni, bæði farið að förlast sjón...reyndar á misjafnan hátt. Ég sé glimrandi vel frá mér en spúsinn ekkert frá sér. Hver segir að við jöfnum ekki hvort annað upp.
Annars er ég búin að vera frekar dán þessa helgina og svaf eiginlega af mér seinni part dagsins í gær. En vaknaði í morgun bara frekar hress, reyndi að hlusta á upptökur frá síðustu æfingu. Er bara alls ekkert að kunna allt sem ég þarf að kunna. Textarnir svona í slitrum og altinn ekki alveg kominn inn í minn haus, en á fastlega von á að það lagist allt eftir æfinguna á morgun og þriðjudaginn. Og svo er bara að pikka textann í það litla lausa svæði sem laust er í mínum gamla kolli. Krakkarnir í prófum næstu viku og vonandi standa þau sig sæmilega. Fer ekki fram á meira. Þarf svo að ræða við Hrunsuna á morgun...
Fór reyndar í leikhús á föstudagskvöldið. Hélt nú reyndar að ég væri að fara á Stórfengleg eða hvað það heitir nú en svo kom í ljós að þetta var Viltu finna milljón. Einn og hálfur klukkutími af gíslarúnarsaulahúmor var eiginlega klukkutími og mikið fyrir minn smekk. Mæli sko ekki með þessu rugli og skil ekki hvernig þetta hefur gengið á stóra sviði Borgarleikhússins svona óralengi...Ef þetta er menning þá veit ég ekki hvað er ómenning....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter