<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 02, 2007

..nú árið er liðið og alles og löngu kominn tími á að blogga örlítið á mína nýju fínu iMac tölvu og svona. Gerði það nú reynar á jóladag en ýtti á eitthvað árans epli sem var nú ekki alveg að virka og allt strikaðist út. Eins og sést á tímanum er ég algjörlega búin að snúa við sólarhringnum enda búin að vera í löngu fríi, ekkert að vinna á milli jóla og nýárs og er meira að segja í fríi á morgun. Þarf nú samt að draslast á fætur eitthvað fyrir nónbil því uppþvottavélin ákvað að gefast upp á gamlárskvöld, bara hingað og ekki lengra enda búin að endast hér við þrælavinnu í mörg mörg ár. Svo ég þarf að fara í búð á morgun ef einhverjar eru opnar og kaupa nýja uppþvottavél því án hennar get ég ekki verið.
Og eina áramótaheitið sem ég setti mér var að fá mér ræstitækni til að þrífa fyrir mig, bara nenni ekki lengur að eyða helgunum í þrif og þvotta. Alveg búin að fá nóg af því og löngu kominn tími á að borga einhverjum fyrir að gera þetta fyrir mig.
Annars eru bara allir búnir að hafa það gott um jólin, éta á sig gat og miklu meira en það og krakkarnir búnir að snúa sólarhringnum við eins og mammsan.
Matarboð hér annað kvöld fyrir tengdó og mág og mágkonu sem eru komin alla leið frá USA til að upplifa íslensk áramót. Og þau hafa aldrei séð annað eins enda erum við náttlega best í þessu eins og öllu öðru og þarf meira að segja ekki að miða við höfðatölu í þetta skiptið.
Og nú svona þegar nýtt ár er upprunnið þarf að fara að snúa sér að undirbúningi á fermingu yngstu snótarinnar á bænum, finna efni í fermingarkjólinn sem hún heimtar að amman saumi á sig hvort sem ömmunni líkar betur eða verr og velja liti og gera boðskort og panta far fyrir matráðinn frá Danmörku. Og svo bara halda áfram að vinna svoldið og syngja svoldið og ferðast kannski svoldið...gleðilegt árið öll sömul þarna úti....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter