fimmtudagur, janúar 04, 2007
Byrjaði daginn hjá tannsa og var þar óralengi og í mig settar keðjur og ýmsir vírar. Tönnslan sem legið hefur skökk uppi í gómnum í ein fimmtíu ár loksins búin að láta sjá sig en snýr víst rassinum í heiminn eins og tannsi orðaði það. Ég er algjört tjalens keis fyrir hann blessaðan og loksins gefst honum færi á að sína hæfni sína í réttingum.
Og stjórinn í vinnunni vil fá að ræða við mig. Skyldi hann ætla að bjóða mér launahækkun. Nei, ég segi nú bara svona. Hef nú reyndar aldrei orðið vör við það nokkurs staðar að manni sé boðið launahækkun án undangengins nöldurs frá minni hálfu. En er ekki 2007 eitthvert heillatöluár svo það er bara aldrei að vita hvað gerist.
Og ný uppþvottamaskína komin í hús og er aldeilis að slá þeirri gömlu út. Þvær betur, er hljóðlátari og guð má vita hvað annað. Allavega sinnir sínum skyldum af kostgæfni.
Er á leið í matarboð í Gaukshólana, nenni ekki alveg en kem mér þó vonandi út úr húsi. Stoppa þar stutt því í kvöld er líka saumó hjá Siggu K. Þannig að ég ætti ekki að hanga á horriminni í kvöld.
Annars bara allt svona blessunarlega ljúft og það á eftir að koma í ljós í fyrramálið hvernig gengur að koma ungviðinu á heimilinu á fætur eftir jólafrí. Fyrsti skóladagur á morgun...
Og stjórinn í vinnunni vil fá að ræða við mig. Skyldi hann ætla að bjóða mér launahækkun. Nei, ég segi nú bara svona. Hef nú reyndar aldrei orðið vör við það nokkurs staðar að manni sé boðið launahækkun án undangengins nöldurs frá minni hálfu. En er ekki 2007 eitthvert heillatöluár svo það er bara aldrei að vita hvað gerist.
Og ný uppþvottamaskína komin í hús og er aldeilis að slá þeirri gömlu út. Þvær betur, er hljóðlátari og guð má vita hvað annað. Allavega sinnir sínum skyldum af kostgæfni.
Er á leið í matarboð í Gaukshólana, nenni ekki alveg en kem mér þó vonandi út úr húsi. Stoppa þar stutt því í kvöld er líka saumó hjá Siggu K. Þannig að ég ætti ekki að hanga á horriminni í kvöld.
Annars bara allt svona blessunarlega ljúft og það á eftir að koma í ljós í fyrramálið hvernig gengur að koma ungviðinu á heimilinu á fætur eftir jólafrí. Fyrsti skóladagur á morgun...
Comments:
Skrifa ummæli