<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ég og kisa erum b týpur. Vöknum þegar líða tekur á kvöld og getum verið á röltinu alla nóttina. Kattarskottið er reyndar algjörlega að fara með mig á þessu kvöldrölti sínu. Hún sefur ofan á samanbrotnum þvottinum í þvottahúsinu allan liðlangan daginn, hefur ekki einu sinni orku til að fá sér að borða hvað þá meir. En klukkan tíu á kvöldin er eins og við manninn mælt, mín fer á stjá, mjálmandi um allt hús og svo á að hleypa henni út og 5 mín. síðar á að hleypa henni inn. Svona gengur þetta þangað til ég píni sjálfi mig í rúmið. Þá hendi ég henni niður í kjallara í orðsins fyllstu merkingu, algjörlega búin að fá nóg af þessu árans veseni í henni. Vildi að einhver tæki að sér að stjana svona í kringum mig þegar kvölda tekur.
Ég hef sjaldan orðið eins reið og eftir kompásþáttinn sl. sunnudag. Er ekki algjörlega týpískt í þessu þjóðfélagi að hleypa einhverjum viðbjóðlegum barnaníðingum út eftir hálfa afplánun og varla það. Menn sem stela peningum annarra verða undantekningarlaust að sitja af sér 2/3 af dómi en sálarmorðingjum eins og þessum barnaníðingum og nauðgurum og morðingjum er hleypt út í samfélagið eftir að hafa afplánað helming af sínum dómi. Nauðgarar t.d. fá kannski skitið eitt ár á meðan einhver drulluhali sem rænir 100 þús. kalli fær 3 ár. Er ekki allt í lagi í þessu samfélagi. Mér sýnist allavega að veraldlegir hlutir séu hærra metnir en sálarmorð í þessum dómskerfi þó ég sé svo sem ekkert að mæla með því að milda dóma yfir ræningjum og ruplurum.
Og svo er maður náttlega í skýjunum yfir leiknum í gær þó hann væri svo sem aldrei neitt rosalega spennandi vegna allt of mikils markamunar. En þetta var auðvitað snilldarleikur og ég sat í sófanum og gólaði og hvatti strákana okkar á meðan börnin mín sátu og horfðu með undrunarsvip á móður sína. Fannst ég eiginlega svoldið glötuð þarna hvetjandi drengina í sófanum heima. Svoldið lónlí eins og sonur minn orðaði það.
Og svo hlógum við öll yfir fyrsta þætti idolsins ameríska. Hvar í veröldinni annars staðar en í USA er hægt að finna svona mikið af skrítnu fólki sem stendur algjörlega í þeirri meiningu að það geti sungið.
Og ég náði því að selja eitt stk. barnarúm um helgina á heilar tvö þúsund krónur sem er meira en ég fengi fyrir það í bílskúrnum og ég er búin að fá tvö tilboð frá fólki sem vill taka til heima hjá mér. Þarf að ræða við þetta fólk á morgun og sjá hvort ekki er hægt að notast við það. Það kemur nefnilega upp úr kafinu að það er algengara en maður heldur að fá manneskju til að þrífa þegar fólk er útivinnandi. Það virðast bara allir í kringum mig vera með svo ræstitækna og er algjörlega bit á mér að vera ekki löngu búin að ráð til mín einn slíkan.
Og svo sofnaði ég yfir sjónvarpinu í kvöld og svaf af mér kóræfingu....shit......
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter