fimmtudagur, janúar 11, 2007
Ég virðist bara ekki geta snúið sólarhringnum á rétt ról. Sofna iðulega fyrir framan sjónvarpið og vakna um miðja nótt og get svo ekki sofið meir. Fór allt of seint að sofa í gærkvöldi. Fundur í vinnunni, síðan kóræfing og svo mirandas hjá Gunnsunni. Og þar sem við höfum ekki hist lengi þurftum við auðvitað að spjalla svoldið. Og svo í tölvuna þegar ég kom heim um eitt og man ekki lengur hvenær ég fór að sofa. Núna er ég vakandi og klukkan bara hálf sjö og héðan af tekur því nú varla að sofa meira. Sef þá bara yfir mig og mæti of seint í vinnuna. Og það náttlega gengur ekki. Svo ég held mér bara vakandi og sofna svo aftur fyrir framan imbann í kvöld. Ég er ekki alveg í lagi.
Nýja fína tölvan mín enn að stríða mér. Hún er greinilega ekkert að fíla þetta helv....windows kjaftæði og neitar að ræsa sig upp í windows enn eina ferðina. Macintosh umhverfið er henni greinilega meira að skapi og það er ekkert mál. Veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki tölvusérfræðing á heimilinu.
Dæmalaust skemmtilegt að byrja aftur að syngja og skemmtileg lög og alles. Elska þessar léttur út af lífinu og lífið væri svo sannarlega ekki eins ljúft án þeirra.
Er eiginlega svoldið andlaus eða þannig...
Nýja fína tölvan mín enn að stríða mér. Hún er greinilega ekkert að fíla þetta helv....windows kjaftæði og neitar að ræsa sig upp í windows enn eina ferðina. Macintosh umhverfið er henni greinilega meira að skapi og það er ekkert mál. Veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki tölvusérfræðing á heimilinu.
Dæmalaust skemmtilegt að byrja aftur að syngja og skemmtileg lög og alles. Elska þessar léttur út af lífinu og lífið væri svo sannarlega ekki eins ljúft án þeirra.
Er eiginlega svoldið andlaus eða þannig...
Comments:
Skrifa ummæli