föstudagur, janúar 19, 2007
Hvað er með þetta boot camp. Ég hélt að þetta væri jólagrín. Einn vinnufélagi minn útbjó gjafabréf handa kærustunni í boot camp vitandi það að hún væri nú ekki sú alduglegasta í ræktinni og þetta var sko djók. En nú eru allir á leið í bootcamp og meira að segja 13 ára dóttir mín (þó hún sé alveg að verða 14) alveg vitlaus í að fara í boot camp. Skil ekki þetta hreyfingaræði sem leggst alltaf á landann eftir jól og áramót. Og svo er víst búið að opna sérsal í Word Class fyrir 4-14 ára. Er ekki alveg í lagi með þetta lið. Eru þessi blessuð börn ekki í leikfimi í skólanum og íþróttum út um allan bæ. Er bara á móti svona dæmi. Þessir grísir eiga bara að druslast út að leika sér. Skil ekki hvernig maður komst í gegnum æskuna og unglingsárin án sjónvarps, tölva og boot camp. Trúlega af því maður sást ekki inni hjá sér árið um kring og var bara úti að leika sér. Og það var bara hin hollast hreyfing og kostaði heldur ekki einhverja formúu. Bara algjörlega ókeypis. Í dag heyrir maður daglega, mér leiðist, ég hef ekkert að gera. Get ég fengið nýjasta sims. Úff og púff. Erfitt að vera barn og unglingur í dag.
Talandi um unglinga. Mín "elskulega" 15 ára dóttir er svo algjörlega á bullandi gelgju. Gat ekki mætt í skólann um daginn af því að hún hafði gleymt sléttujárninu hjá vinkonu sinni. Ha....Og svo ætlaði hún sko ekki að vera lengur með þessar spangir sem við foreldrarnir höfðum neitt upp í hana. Henni er nákvæmlega sama hvað svona kostar og hvort við erum að hugsa um hennar vellíðan í framtíðinni. Bara nennir ekki að vera með þetta.
Ætlaði að vera með Mirandas kynningu hér í kvöld en allar kerlingar sem ég þekki eru svo dæmalaust uppteknar að ekki náðist að smala saman í minnsta partý. Reyni aftur síðar. Er reyndar sjálf svo algjörlega að farast úr leti og syfju þessa dagana. Og nú er aftur að koma helgi, gigg á föstudagskvöld og leikhús á laugardagskvöldið svo ég verð að taka á honum stóra mínum og reyna að halda mér vakandi. Verð bara að forðast stofusófann þessi kvöld eins og heitan eldinn...
Talandi um unglinga. Mín "elskulega" 15 ára dóttir er svo algjörlega á bullandi gelgju. Gat ekki mætt í skólann um daginn af því að hún hafði gleymt sléttujárninu hjá vinkonu sinni. Ha....Og svo ætlaði hún sko ekki að vera lengur með þessar spangir sem við foreldrarnir höfðum neitt upp í hana. Henni er nákvæmlega sama hvað svona kostar og hvort við erum að hugsa um hennar vellíðan í framtíðinni. Bara nennir ekki að vera með þetta.
Ætlaði að vera með Mirandas kynningu hér í kvöld en allar kerlingar sem ég þekki eru svo dæmalaust uppteknar að ekki náðist að smala saman í minnsta partý. Reyni aftur síðar. Er reyndar sjálf svo algjörlega að farast úr leti og syfju þessa dagana. Og nú er aftur að koma helgi, gigg á föstudagskvöld og leikhús á laugardagskvöldið svo ég verð að taka á honum stóra mínum og reyna að halda mér vakandi. Verð bara að forðast stofusófann þessi kvöld eins og heitan eldinn...
Comments:
Skrifa ummæli