<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 26, 2007

Það fór nú aldrei svo að ég fengi mér ekki þrifakonu og hana sko ekki af verri endanum. Þrífur ágætlega og allt það þegar hún kemur. Þriðji föstudagurinn í röð sem hún ekki kemst og ástæðurnar ótrúlega fjölbreytilegar og skemmtilegar. Já það er ekki af henni skafið að hún hefur sko hugmyndaflug í fínu lagi. Eða þá að líf hennar er svona dúndrandi frumlegt. En hvað um það ég þurfti sjálf að þrífa hér á laugardaginn og fékk eiginlega yfir mig smá tiltektaranda og ekki bara að ég ryksugaði og skúraði heldur bólstraði ég líka þrjá stóla sem voru orðnir ansi hreint druslulegir og nú eru þeir bara eins og nýir. Og ég settist loks niður fyrir framan tölvuna um helgina í þeim eina tilgangi að gera fermingarboðskortið fyrir Trínuna og það er nú tilbúið til prentunar.
Og svo var Trínan mín líka mamma um helgina. Tekur þátt í forvarnarverkefni í skólanum sem felst í því að hugsa um grátandi og þyrsta brúðu alla helgina. Gisti hjá vinkonu sinni aðfaranótt laugardags og þær hugsuðu sameininlega um brúðuna sem vaknaði tvisvar sinnum yfir nóttina. Og sl. nótt gistu þær hjá skólabróður sínum sem líka var með brúðu og þær vöknuðu til skiptis. Og Trínan tók brúðuna líka með sér í fermingarfræðslu á laugardagsmorguninn og sú stutta grét ekkert þar en í messunni í morgun tók stuttan sig til og grenjaði út í eitt svo "mamman" þurfti að fara úr messunni til að hugga hana. Um miðjan dag í dag var svo Trínan mín orðin verulega vansvefta og farin að kalla dúkkuna kvikindið svo "amman" tók til sinna ráða og gaf krílinu að drekka og lét það ropa og skipti á því og svo svaf það vært í nokkurn tíma, vaknaði aftur og aftur sama rútína á meðan "mamman" svaf. Trúlega þarf "mamman svo að vakna nokkrum sinnum í nótt en það slökknar ekki á "kvikindinu" fyrr en kl. 7 í fyrramálið. Nokkuð ljóst að eitthvað má búast við að bekkurinn verði framlár á morgun. Nokkrir strákar í bekknum gáfust upp og skiliðu afkvæmunum aftur. Verð nú að segja að það er eiginlega meira mál að fá þessa dúkku til að hætta að gráta en lifandi barn sem allavega er hægt að skella á brjóst eða ganga með um gólf. Svoldið skemmtileg lífsreynsla verð ég bara að segja að fá að vera "amma" grátandi dúkku heila helgi.
Skellti mér svo í pottinn áðan algjörlega alein og það var bara gott...

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Ég er ekki mjög aktívur bloggari and who cares. Þrifakonan búin að koma einum fjórum sinnum og taka svo sitt lítið af hverju í hvert skipti. Ætlaði svo að koma á föstudagsmorguninn og gera venjuleg helgarþrif en hringdi eldsnemma og hafði þá lent upp á spítala með þvílíkt mígreni að það hálfa hefði verið hellingu, sprautuð niður með morfíni og ég veit ekki hvað. Sagði henni að vera ekki að stressa sig yfir þessu og reyna að sofa úr sér morfínið og svo kæmi hún bara þegar hún væri orðin góð. Mér líst alveg ágætlega á þessa konu, hún hefur eflaust sín vandamál en hún þrífur vel og það er fyrir mestu.
Hér átti svo að vera saumó á föstudagskvöldið en þrjá kellur afboðuðu svo ég ákvað að slaufa þessum klúbbi, nenni ekki að elda eitthvað ógislega gott ofan í fjóra. Svo nú er að finna góðan dag þegar þessar kellingar geta mætt allar. Þarf líka að finna góðan dag fyrir mirandas kynningu. Svo ef það eru einhverjar þarna úti sem mundi vilja koma á slíkt og kynnast heimist bestu (snyrti)vörum þá endilega hafa samband. Ég get ekki lifað án þeirra og það er algjörlega Mirandas vörunum að þakka hvað ég hef geislað síðustu mánuði og ár. Hafiði ekki tekið eftir því??:)
Og í gær var frábær langur langur laugardagur hjá léttum og lögin sem eru á dagskránni þetta árið eru bara skemmtileg. Auðvitað eru alltaf lög inn á milli sem eru ekki eins skemmtileg og önnur en á meðan það er ekki myrkur í kringum mig er þetta algjörlega bara að gera sig og maður kemur upptendraður og í góðu skapi heim af kóræfingum. Þannig á það náttúrlega að vera, ekkert flóknara en það.
Og sunnudagsmorgnar eru líka bara skemmtilegir. Segi ekki meira um það.
Svo er að drífa sig í að gera fermingarkort og kaupa efni í fermingarkjólinn fyrir Trínuna. Búin að hitta nunnurnar í Klaustrinu og panta kertið, sálmabókina og gestabókina. Og kaupa farmiðann fyrir Rönkuna frá Danmörku. Og nú er bara að finna einhverja góða konu sem getur hjálpað henni í eldhúsinu á skírdag. Einhver þarna úti sem býður sig fram??
Og svo er að huga að árshátíðardressinu því senn líður að árshátíð létta og þar lætur maður sig ekki vanta frekar en fyrri daginn...er ekki lífið bara skemmtilegt...

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Haldiði ekki að mín sé komin með þrifakonu eins og sonur minn orðar það. Mætir hér í fyrsta skipti á föstudagsmorgun. Og ég get ekki beðið eftir því að koma heim í hreint hús. Var reyndar búin að ráða til mín dreng frá Eþiópíu til þrifa hér en var ekki alveg að fíla það að fá bara einhvern og einhvern inn á mitt skítuga heimili, sem sagt drengurinn frá Eþiópíu rekur heilt ræstingarfyrirtæki og er með fólk á sínum vegum að þrífa út um allan bæ. Systir mín ráðlagði mér að ráða ekki fólk sunnar en frá evrópska efnahagssvæðinu. Hún væri búin að vinna með morgum frá Afríku og eins verið með það í vinnu þegar hún var bóndi austur í sveit og af öllu þessu fólki þekkti hún aðeins einn sem hefði haft dug í taka "fingurinn úr rassgatinu" (hennar orð ekki mín) til að vinna. En þessi kona sem ætlar að þrífa hér allt hátt og lágt er alíslensk og mér líst bara nokkuð vel á hana við fyrstu kynni þó Jánsanum hafi fundist hún eitthvað sukkleg. Mér er alveg nákvæmlega sama þótt fólk sletti aðeins í sig ef það vinnur vel.
Og svo gekk ég frá mínum launamálum í dag, nokkuð sátt þó ég hafi viljað meira.
Og agalegt með leikinn í gær. Helv.... danirnir. Við eigum eftir að valta yfir þá einhvern tímann. En þetta var verulega súrt engu að síður.
Skulda Mugganum tvö hundruð kall. Hann var næstur lokatölum í veðbankanum í vinnunni.
Ógislega skemmtileg lög á dagskrá létta og skemmtilegt framundan þar skal ég segja ykkur....sleeping time...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter