<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 26, 2007

Það fór nú aldrei svo að ég fengi mér ekki þrifakonu og hana sko ekki af verri endanum. Þrífur ágætlega og allt það þegar hún kemur. Þriðji föstudagurinn í röð sem hún ekki kemst og ástæðurnar ótrúlega fjölbreytilegar og skemmtilegar. Já það er ekki af henni skafið að hún hefur sko hugmyndaflug í fínu lagi. Eða þá að líf hennar er svona dúndrandi frumlegt. En hvað um það ég þurfti sjálf að þrífa hér á laugardaginn og fékk eiginlega yfir mig smá tiltektaranda og ekki bara að ég ryksugaði og skúraði heldur bólstraði ég líka þrjá stóla sem voru orðnir ansi hreint druslulegir og nú eru þeir bara eins og nýir. Og ég settist loks niður fyrir framan tölvuna um helgina í þeim eina tilgangi að gera fermingarboðskortið fyrir Trínuna og það er nú tilbúið til prentunar.
Og svo var Trínan mín líka mamma um helgina. Tekur þátt í forvarnarverkefni í skólanum sem felst í því að hugsa um grátandi og þyrsta brúðu alla helgina. Gisti hjá vinkonu sinni aðfaranótt laugardags og þær hugsuðu sameininlega um brúðuna sem vaknaði tvisvar sinnum yfir nóttina. Og sl. nótt gistu þær hjá skólabróður sínum sem líka var með brúðu og þær vöknuðu til skiptis. Og Trínan tók brúðuna líka með sér í fermingarfræðslu á laugardagsmorguninn og sú stutta grét ekkert þar en í messunni í morgun tók stuttan sig til og grenjaði út í eitt svo "mamman" þurfti að fara úr messunni til að hugga hana. Um miðjan dag í dag var svo Trínan mín orðin verulega vansvefta og farin að kalla dúkkuna kvikindið svo "amman" tók til sinna ráða og gaf krílinu að drekka og lét það ropa og skipti á því og svo svaf það vært í nokkurn tíma, vaknaði aftur og aftur sama rútína á meðan "mamman" svaf. Trúlega þarf "mamman svo að vakna nokkrum sinnum í nótt en það slökknar ekki á "kvikindinu" fyrr en kl. 7 í fyrramálið. Nokkuð ljóst að eitthvað má búast við að bekkurinn verði framlár á morgun. Nokkrir strákar í bekknum gáfust upp og skiliðu afkvæmunum aftur. Verð nú að segja að það er eiginlega meira mál að fá þessa dúkku til að hætta að gráta en lifandi barn sem allavega er hægt að skella á brjóst eða ganga með um gólf. Svoldið skemmtileg lífsreynsla verð ég bara að segja að fá að vera "amma" grátandi dúkku heila helgi.
Skellti mér svo í pottinn áðan algjörlega alein og það var bara gott...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter