<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Ég er ekki mjög aktívur bloggari and who cares. Þrifakonan búin að koma einum fjórum sinnum og taka svo sitt lítið af hverju í hvert skipti. Ætlaði svo að koma á föstudagsmorguninn og gera venjuleg helgarþrif en hringdi eldsnemma og hafði þá lent upp á spítala með þvílíkt mígreni að það hálfa hefði verið hellingu, sprautuð niður með morfíni og ég veit ekki hvað. Sagði henni að vera ekki að stressa sig yfir þessu og reyna að sofa úr sér morfínið og svo kæmi hún bara þegar hún væri orðin góð. Mér líst alveg ágætlega á þessa konu, hún hefur eflaust sín vandamál en hún þrífur vel og það er fyrir mestu.
Hér átti svo að vera saumó á föstudagskvöldið en þrjá kellur afboðuðu svo ég ákvað að slaufa þessum klúbbi, nenni ekki að elda eitthvað ógislega gott ofan í fjóra. Svo nú er að finna góðan dag þegar þessar kellingar geta mætt allar. Þarf líka að finna góðan dag fyrir mirandas kynningu. Svo ef það eru einhverjar þarna úti sem mundi vilja koma á slíkt og kynnast heimist bestu (snyrti)vörum þá endilega hafa samband. Ég get ekki lifað án þeirra og það er algjörlega Mirandas vörunum að þakka hvað ég hef geislað síðustu mánuði og ár. Hafiði ekki tekið eftir því??:)
Og í gær var frábær langur langur laugardagur hjá léttum og lögin sem eru á dagskránni þetta árið eru bara skemmtileg. Auðvitað eru alltaf lög inn á milli sem eru ekki eins skemmtileg og önnur en á meðan það er ekki myrkur í kringum mig er þetta algjörlega bara að gera sig og maður kemur upptendraður og í góðu skapi heim af kóræfingum. Þannig á það náttúrlega að vera, ekkert flóknara en það.
Og sunnudagsmorgnar eru líka bara skemmtilegir. Segi ekki meira um það.
Svo er að drífa sig í að gera fermingarkort og kaupa efni í fermingarkjólinn fyrir Trínuna. Búin að hitta nunnurnar í Klaustrinu og panta kertið, sálmabókina og gestabókina. Og kaupa farmiðann fyrir Rönkuna frá Danmörku. Og nú er bara að finna einhverja góða konu sem getur hjálpað henni í eldhúsinu á skírdag. Einhver þarna úti sem býður sig fram??
Og svo er að huga að árshátíðardressinu því senn líður að árshátíð létta og þar lætur maður sig ekki vanta frekar en fyrri daginn...er ekki lífið bara skemmtilegt...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter