<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Haldiði ekki að mín sé komin með þrifakonu eins og sonur minn orðar það. Mætir hér í fyrsta skipti á föstudagsmorgun. Og ég get ekki beðið eftir því að koma heim í hreint hús. Var reyndar búin að ráða til mín dreng frá Eþiópíu til þrifa hér en var ekki alveg að fíla það að fá bara einhvern og einhvern inn á mitt skítuga heimili, sem sagt drengurinn frá Eþiópíu rekur heilt ræstingarfyrirtæki og er með fólk á sínum vegum að þrífa út um allan bæ. Systir mín ráðlagði mér að ráða ekki fólk sunnar en frá evrópska efnahagssvæðinu. Hún væri búin að vinna með morgum frá Afríku og eins verið með það í vinnu þegar hún var bóndi austur í sveit og af öllu þessu fólki þekkti hún aðeins einn sem hefði haft dug í taka "fingurinn úr rassgatinu" (hennar orð ekki mín) til að vinna. En þessi kona sem ætlar að þrífa hér allt hátt og lágt er alíslensk og mér líst bara nokkuð vel á hana við fyrstu kynni þó Jánsanum hafi fundist hún eitthvað sukkleg. Mér er alveg nákvæmlega sama þótt fólk sletti aðeins í sig ef það vinnur vel.
Og svo gekk ég frá mínum launamálum í dag, nokkuð sátt þó ég hafi viljað meira.
Og agalegt með leikinn í gær. Helv.... danirnir. Við eigum eftir að valta yfir þá einhvern tímann. En þetta var verulega súrt engu að síður.
Skulda Mugganum tvö hundruð kall. Hann var næstur lokatölum í veðbankanum í vinnunni.
Ógislega skemmtileg lög á dagskrá létta og skemmtilegt framundan þar skal ég segja ykkur....sleeping time...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter