<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 06, 2007

Sit hér við tölvuna að morgni Föstudagins langa, daginn eftir fermingu yngstu dótturinnar og nenni ekki að halda áfram að sofa. Dagurinn i gær bara yndislegur, Trínan min fermd og alsæl með daginn sinn. Og allt lukkaðist algjörlega dæmalaust vel, maturinn frábær hjá Ragnhildi og veðrið eins og pantað. Hefði samt alveg viljað að gestirnir stoppuðu aðeins lengur, náði engan veginn að spjalla við alla en svona er þetta bara stundum. Við Ranka lágum svo í bleyti í pottinum í rúman klukkutíma og lögðumst í sófana og dormuðum fram eftir kvöldi en hún fór eldsnemma í morgun heim til Jótlands og það er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er glaðvakandi núna. Er meira að segja alvarlega að íhuga að sökkva mér í afgangana frá fermingunni.
Og það á ekki af mér og minni þrifakonu að ganga. Hún kom hér daginn fyrir fermingu og ætlaði að gera allt skikk og span hér, var reyndar lasin að sögn en ég var ekkert voðalega glöð yfir því að þurfa að þrífa sjálf þegar hún var farin. Stoppaði hér kannski í rúma tvo tíma og stofugólfið var verra en óskúrað, bara hrært í drullunni og rykið og drullan undir hjónarúminu var ekki falleg sjón. Assk.......og nú verð ég að segja henni að ég hafi sko ekki verið ánægð með þessi þrif og ég þoli ekki að segja fullorðnu fólki að það geri hlutina ekki nógu vel. En ég hef þennan langa dag til að hugsa út hvað ég segi....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter