<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ég einfaldlega ekki alveg í lagi. Var og er reyndar á leiðinni til Köben og er búin að halda það staðfastlega að ég eigi að fara í loftið kl. 1 í dag. En um hálf tvö í nótt fór ég eitthvað að vesenast og fara yfir miðann og fatta þá að ég á að vera farin. Því ef ég hefði átt að fara kl. eitt í dag hefði staðið 13.00 en ekki 01.00. Fyrir eitthvert kraftaverk gat ég breytt miðanum og fer sem sagt kl. 01.00 eftir miðnætti í kvöld. Var eiginlega mest hissa á því að ég svæfi yfir höfuð í nótt. En mistökin eru svo sannarlega til að læra af þeim og þetta kemur ALDREI fyrir mig aftur. Sem sagt ferðinni til Köben seinkar um hálfan sólarhring. Vissi bara ekki að Icelandair væri farið að fljúga á nóttinni til styttri áfangastaða.
Og trúlega næ ég ekki að kaupa mér ný gleraugu þar sem ég held að búðir séu lokaðar á þessum tíma sólarhringsins. Shit.
En fyrir öllu er að hafa getað breytt miðanum. Sá fram á að ég þyrfti að borga milljón kall fyrir farið því út skyldi ég í dag hvað sem það kostaði...

þriðjudagur, maí 22, 2007

Er svona rétt að skríða saman í fyrra horf eftir Austfjarðaferð okkar léttanna. Alveg ótrúlega skemmtileg ferð. Svo sem ekkert nýtt þegar léttsveitin er annars vegar. Ferðin svo vel skipulögð að það hálfa hefði verið hellingur og meira en það. Morgunverðarnefndin ótrúleg og bara öll ferðin algjört æði. Luv them girls to death....
Og svo ætla ég að skella mér til Danmerkur og heilsa upp á systur mína fimmtuga og mamma kemur með og það verður ábyggilega bara gaman. Er komin með geysileg fráhvörf, hef ekki heimsótt danmörku í tvö ár held svei mér þá. Ætla að kíka á Ragnhildi á Jótlandi og vera bara í eina tíu daga að spóka mig alein með skemmtilegum konum...

sunnudagur, maí 13, 2007

Það eru allir hættir að nenna að tjá sig og ég er þar á meðal. Kosningar yfirstaðnar og ég ótrúlega ánægð með mitt fólk og glöð yfir falli framsóknar. Lít svo á að D og S eigi að fara saman í eina sæng og mynda sterka "semi" viðreisn. Var alltaf svoldið sátt við þá stjórn, kannski vegna þess að ég er lítið fyrir breytingar og gott að muna hverjir eru ráðherrar þegar þeir sitja í milljón ár í stólunum.
Annars bara allt í góðu. Tónleikar létta yfirstaðnir og voru bara víst þeir bestu ever. Og Bergþór er náttlega bara góður og skemmtilegur og geislandi. Engir stórmennskutaktar til í honum. Algjör elska.
Og framundan Austfirðir með léttum...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter