<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 29, 2007

Og ennþá er sama góða veðrið. Það er búið að vera þetta líka dásemdarveðurfar hér síðan fyrir 17. júní eða eitthvað. Dásamlegt brúðkaup á laugardaginn og ekki spillti veðrið fyrir því. Það sannast að veðrið skiptir okkur hérna á hjara veraldar alveg gífurlega miklu máli. Hér á bæ er búið að tína fyrstu tvö jarðarberin og fyrstu rósirnar í gróðurhúsinu komnar í vasa og í kvöld bökuðum við Trínan rabbabarapæið hans Alberts sem var í Völu Matt þættinum með Bergþóri. Dásamlega góð og var étin hér upp til agna. Og auðvitað var notaður rabbabari úr garðinum. Á morgun hyggst Gunnsan koma í pottinn og ætli ég bjóði henni ekki bara upp á mohito með myntu úr garðinum sem vext eins og arfi hér. Ef einhver vill fá myntu í garðinn er sá/sú hin sama velkomin í garðinn minn.
Segið svo að maður sé ekki orðinn náttúruvænn...Svefn....

Það er nú ekki hægt annað en að dást að þessari fallegu rós...

Og fuglahúsið sem Birna systir gaf okkur hjónakornunum í jólagjöf
komið upp þó enn búi þar enginn fugl...

Og hér er uppskriftin af pæjinu...

Rabarbarabaka Alberts

Vín rabarbari eða grænn(magn fer eftir formi)
200gr.smjör
1bolli hveiti
1bolli sykur
2egg
1msk.kókosmjöl
1tsk.lyftiduft
1tsk.vanillusykur
svo má setja örlítið af engiferi ef vill

Rabarbarinn er skorinn niður þannig að hann fylli rúmlega botninn á eldföstu móti. Smjörið er brætt og öllum þurrefnum bætt út í það. Hrært saman. Potturinn er svo tekinn af eldavélarplötunni og eggjunum blandað út í. Þegar búið er að hræra þessu öllu saman er það sett yfir rabarbarann í mótinu og bakað við 180gráður í 20 til 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða bara því sem fólki dettur í hug.

Má finn á www.stod2.is - matur og lífsstíll

laugardagur, júní 23, 2007

Dásemdardagur í vændum veðurlega séð, verður ekki betra. Fór í gærkveldi út að borða á SALT með Maríu og Arne. Voða næs, við hittumst orðið allt of sjaldan. Maturinn ok en heldur ekkert meira en það. Og svo smakkaði ég rússneskt kókaín með Jóhanni bróður Maríu. Ekki gott en ég ældi þó ekki eins og hann gerði.
Er á leið í brúðkaup í dag. Elsta dóttir Sollu vinkonu að gifta sig. Annars bara allt enn í jolly eins og sumarið og lítið meira um það að segja...

þriðjudagur, júní 19, 2007

Sumarið er komið, sól í heiði skín...það hlaut að koma að því að sumarið kæmi og veðrið yrði eins dásamlegt og hægt er að hugsa sér. Búin að redda skólamálum Rúskunnar og hún fer í MK alla vega fram að áramótum. Annars bara allt í jolly eins og sumarið...

Fröken Rakel að gista hjá ömmunni

Í heimsókn hjá Helenu frænku

Og blómstrandi lyngrósin mín.

...þó hún sé nú kannski ekkert í líkingu við Ragnhildar lyngrós...
en þessi býr í Danmörku so.....



laugardagur, júní 16, 2007


Það eru allir að setja inn myndir á bloggið sitt og tæknivædda ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að prófa það.
Valdi þessa sætu mynd af Daníel Maríusyni og ömmustelpunni minni henni Rakel Silju.
Sú stutta er einmitt að gista hjá Ömmunni sinni og amman sem ætlaði í gospelaltpartý. Ætlaði nú auðvitað að kíkja eftir að sú stutta væri sofnuð en auðvitað sofnaði ég með henni. Á morgun förum við svo kannski í heimsókn til Helenu frænku.

föstudagur, júní 08, 2007

Börnin mín kláruðu skólann í dag, þ.e. það voru skólaslit í Kársnesskóla í dag og þau stóðu sig öll bara alveg ágætlega. Og Rúskan mín náði öllum sínum samræmdu prófum og fékk meira að segja 8 í stærðfræði þar sem var víst um 70% fall. Og nú þarf hún að gera það upp við sig í hvaða skóla hana langar og á hvaða braut. Mæli með því að hún fari á náttúrufræðibraut í stað listabrautar þó hún geti hvoru tveggja. Barnið hefur greinilega fengið það besta frá báðum foreldrum.
Og svo er þetta með vinkonur. Ég á frábærar vinkonur en mig vantar svona vinkonu til að draslast með í búðir. Gefur sig einhver fram...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter