<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júní 08, 2007

Börnin mín kláruðu skólann í dag, þ.e. það voru skólaslit í Kársnesskóla í dag og þau stóðu sig öll bara alveg ágætlega. Og Rúskan mín náði öllum sínum samræmdu prófum og fékk meira að segja 8 í stærðfræði þar sem var víst um 70% fall. Og nú þarf hún að gera það upp við sig í hvaða skóla hana langar og á hvaða braut. Mæli með því að hún fari á náttúrufræðibraut í stað listabrautar þó hún geti hvoru tveggja. Barnið hefur greinilega fengið það besta frá báðum foreldrum.
Og svo er þetta með vinkonur. Ég á frábærar vinkonur en mig vantar svona vinkonu til að draslast með í búðir. Gefur sig einhver fram...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter