föstudagur, júní 29, 2007
Og ennþá er sama góða veðrið. Það er búið að vera þetta líka dásemdarveðurfar hér síðan fyrir 17. júní eða eitthvað. Dásamlegt brúðkaup á laugardaginn og ekki spillti veðrið fyrir því. Það sannast að veðrið skiptir okkur hérna á hjara veraldar alveg gífurlega miklu máli. Hér á bæ er búið að tína fyrstu tvö jarðarberin og fyrstu rósirnar í gróðurhúsinu komnar í vasa og í kvöld bökuðum við Trínan rabbabarapæið hans Alberts sem var í Völu Matt þættinum með Bergþóri. Dásamlega góð og var étin hér upp til agna. Og auðvitað var notaður rabbabari úr garðinum. Á morgun hyggst Gunnsan koma í pottinn og ætli ég bjóði henni ekki bara upp á mohito með myntu úr garðinum sem vext eins og arfi hér. Ef einhver vill fá myntu í garðinn er sá/sú hin sama velkomin í garðinn minn.
Segið svo að maður sé ekki orðinn náttúruvænn...Svefn....
Og fuglahúsið sem Birna systir gaf okkur hjónakornunum í jólagjöf
komið upp þó enn búi þar enginn fugl...
Segið svo að maður sé ekki orðinn náttúruvænn...Svefn....
Og fuglahúsið sem Birna systir gaf okkur hjónakornunum í jólagjöfkomið upp þó enn búi þar enginn fugl...
Og hér er uppskriftin af pæjinu...
Rabarbarabaka Alberts
Vín rabarbari eða grænn(magn fer eftir formi)
200gr.smjör
1bolli hveiti
1bolli sykur
2egg
1msk.kókosmjöl
1tsk.lyftiduft
1tsk.vanillusykur
svo má setja örlítið af engiferi ef vill
Rabarbarinn er skorinn niður þannig að hann fylli rúmlega botninn á eldföstu móti. Smjörið er brætt og öllum þurrefnum bætt út í það. Hrært saman. Potturinn er svo tekinn af eldavélarplötunni og eggjunum blandað út í. Þegar búið er að hræra þessu öllu saman er það sett yfir rabarbarann í mótinu og bakað við 180gráður í 20 til 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða bara því sem fólki dettur í hug.
Má finn á www.stod2.is - matur og lífsstíll
Rabarbarabaka Alberts
Vín rabarbari eða grænn(magn fer eftir formi)
200gr.smjör
1bolli hveiti
1bolli sykur
2egg
1msk.kókosmjöl
1tsk.lyftiduft
1tsk.vanillusykur
svo má setja örlítið af engiferi ef vill
Rabarbarinn er skorinn niður þannig að hann fylli rúmlega botninn á eldföstu móti. Smjörið er brætt og öllum þurrefnum bætt út í það. Hrært saman. Potturinn er svo tekinn af eldavélarplötunni og eggjunum blandað út í. Þegar búið er að hræra þessu öllu saman er það sett yfir rabarbarann í mótinu og bakað við 180gráður í 20 til 30 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma eða bara því sem fólki dettur í hug.
Má finn á www.stod2.is - matur og lífsstíll
Comments:
Skrifa ummæli
