<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Alla malla hvar á ég að byrja. Byrjaði sumarfríið með léttuútilegu á Hellu með hele famelíen. Ógislega gaman eins og alltaf, veðrið fínt. Eitthvað leiddist þó grísunum og Jánsinn fór með þau heim á laugardagskvöldinu ásamt Arne sem var lasinn. Hátt í 70 manns með viðhengjum og börnum.
Setið að snæðingi á Hellu

Þann 17. fóru svo kanar að streyma til landsins. Öll systkini Jánsins með mökum og börnum, samtals 10 manns. Eitthvað tjillað hér fram eftir vikunni. Við hjónin fórum svo í brúðkaup á laugardaginn og svo beint heim að pakka fyrir útlegu inn á Þórmörk. Þangað var sem sagt haldið í bítið á sunnudegi, búið að koma Nikkanum fyrir í pössun. Vorum í Mörkinni tvær nætur í blíðskaparverðri og yndislegheitum.

Horft yfir Mörkinni frá Langadal

Löbbuðum inn i Stakksholtsgjá þar sem allir urðu blautir við að vaða yfir ánna. Ætluðum að taka rútuna til baka inn í Húsadal þar sem gistum en hún var löngu komin og farin þegar við komum til baka. Rútubílstjóri aumkaði sig yfir okkur og keyrði okkur inn að gögnubrú við Langadal og þaðan var svo labbað yfir í Húsadal. Vorum sem sagt á labbi í nokkra klukkutíma.

Vaðið yfir ánna í Stakkholtsgjá

Enduðum svo ferðina með því að keyra til Víkur í Mýrdal og svo farið og synt í Seljavallalaug. Flottur endir á skemmtilegri ferð. Allir óendanlega þreyttir en sælir.

Synt í Seljavallalaug

Á morgun fara krakkarnir og karlar trúlega á hestbak en við kerlingar ætlum að sjoppa pínulítið. Matur hér annað kvöld og vonandi verða þá Hrund, Díana og Rakel komnar frá Svíþjóð svo Hrund geti aðeins hitt Maríu og Dee sem fara á fimmtudaginn. Kristín fer svo heim á föstudaginn og Daniel á laugardaginn. Við erum svo á leiðinni til Danmerkur aðfaranótt 30. júlí.
Vona að ég geti komið Nikka fyrir aftur í pössun hjá Karen, en það væsti örugglega ekki um hann þar því eftir mikinn grátur heila nótt fékk hann víst að lúra hjá þeim í hjónarúminu....Núna svefn því þrifakonan mín góða kemur í fyrramálið....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter