þriðjudagur, júlí 10, 2007
Hér voru nokkrar gönguléttur í potti. Ógislega næs og notarlegt í góða veðrinu sem engan enda virðist ætla að taka. Fengum okkur sherry að hætti góðra kvenna og svo var boðið upp á rabbabarapæið hans Alberts hans Bergþórs sem búið var til úr rabbabara úr garði nágrannans þar sem allur er hann uppurinn í mínum garði.
Á morgun fer ég í pallapartý hjá Möggu Hrefnu, svo einn vinnudagur og svo bara sumarfrí. Léttuútilega um helgina og enn á sama góða veðrið að vera. Reyndar alltaf gott veður í léttuútilegum. Svo er von á mörgum könum eftir helgina sem verða hér nánast fram að mánaðarmótum og þá stefnir familían til Danmerkur.
Allra verst finnst mér hvað sumarið líður hratt...

Einnig var boðið upp á pestó að hætti hlégerðishúsfreyju og hér kemur sú uppskrift.
Pestó a la Silla
2 bollar ferskt basil (svona ca. eins og allt í þessari uppskrift, nota tilfinninguna)
1/2 bolli extra virgin ólívuolía
4-5 hvítlauksrif
1/4 - 1/2 bolli ristaðar furuhnetur
1 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur nýmalaður pipar
1/2 - 1 bolli rifinn parmasan
Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél
Gott með brauði, sérstaklega tómatabrauði og út á pasta og bara eitt og sér.
Vo la...
Á morgun fer ég í pallapartý hjá Möggu Hrefnu, svo einn vinnudagur og svo bara sumarfrí. Léttuútilega um helgina og enn á sama góða veðrið að vera. Reyndar alltaf gott veður í léttuútilegum. Svo er von á mörgum könum eftir helgina sem verða hér nánast fram að mánaðarmótum og þá stefnir familían til Danmerkur.
Allra verst finnst mér hvað sumarið líður hratt...

Einnig var boðið upp á pestó að hætti hlégerðishúsfreyju og hér kemur sú uppskrift.
Pestó a la Silla
2 bollar ferskt basil (svona ca. eins og allt í þessari uppskrift, nota tilfinninguna)
1/2 bolli extra virgin ólívuolía
4-5 hvítlauksrif
1/4 - 1/2 bolli ristaðar furuhnetur
1 tsk sjávarsalt
1 tsk svartur nýmalaður pipar
1/2 - 1 bolli rifinn parmasan
Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél
Gott með brauði, sérstaklega tómatabrauði og út á pasta og bara eitt og sér.
Vo la...
Comments:
Skrifa ummæli