<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Stelpurnar mínar byrjaðar að blogga, þ.e.a.s. Díana. Linkur á þær hér til hliðar.
Brjálað að gera í vinnunni og sl. nótt ætlaði ég aldrei að sofna eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla hjá Gunnsunni. Má greinilega ekki drekka þann mjöð eftir átta á kvöldin. Enn allt í drasli hér en jís hvað það verður fínt hér þegar Arne er búin að mála. Hann lakkaði hurðarnar í dag og aftur á morgun. Ekki til betri málari en hann Arne og svo kemur hann aftur í nóvember og málar meira. Og flísarinn/múrarinn kemur á morgun í þvottahúsið og sturtuna. Húsið verður bara eins og nýtt. Ég segi nú bara svona.
Við Jánsinn þurfum að semja gott mótmælabréf og senda um helgina út af þessum fyrirhuguðu ruglframkvæmdum hér á Kársnesinu. Mun ekki kjósa Gunnar Birgisson í næstu kosningum ef hann hrindir þessu í framkvæmd því eftir því sem mér skilst hefur hann alvald til að framkvæma það sem honum dettur í hug. Og ég get víst sjálfri mér um kennt að setja x við D í síðustu kosningum. Skila frekar auðu næst en að kjósa Mr. Bigþrót.
Annars bara allt í jollý...

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Enn ein vinnuvikan á enda og sú næsta byrjar á morgun. Mugginn vann sinn síðasta dag á föstudaginn...á eftir að sakna hans sárt eins og reyndar allra sem hafa hætt síðustu mánuðina. Talaði aðeins við Ragnar í síma um daginn og hann sagði að mér væri velkomið að hringja í hann hvenær sem væri ef mig vantaði sáluhjálp. Sakna hans og allra hans uppátækja. Dóri var hættur þegar ég kom eftir sumarfrí, en hann á eftir að vera eitthvað viðloðandi með skólanum. Og ég sakna Dóra, ótrúlega klár strákur. Og miklu fleiri og allt of margir hafa yfirgefið okkur í vinnunni...ekki gott...hmm...
Fór í dæmalaust dekur í gær með Maríu minni, geðveikt nudd og lúxushandsnyrting. Förum þann 8. sept í andlitssnyrtingu og litun og svo þann 19. sept. í fótsnyrtingu. Æði, skæði.
Dreymdi Brad Pitt og Angelínu í alla nótt. Átti svo sem von á því að mig myndi dreyma eitthvað mikið. Geri það alltaf eftir svona nuddmeðferð...en Brad og Angelínu, halló. Er ekki alveg í lagi heima hjá mér. Reyndar er heimilið hér allt á hvolfi, Arne klárar að mála hurðir og fleira í næstu viku, og svo verður sturtan og þvottahúsið niðri tekið í gegn. Keyptum flísar í sturtuna og blöndunartæki í gær svo nú er allt að verða klárt. Píparinn kemur á morgun og tekur núverandi sturtudót í burtu og svo kemur múrarinn/flísarinn á þriðjudaginn...allt í gangi hér og þá aðallega drasl...
Ísskápurinn eitthvað að klikka held ég, allavega lak eitthvað úr honum...sjáum hvað gerist þegar líður á daginn...

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Heil vika búin í vinnunni eftir dásamlegt sumarfrí. Og nú eru allir að hætta, annað hvort að fara í skóla eða í aðra vinnu. Það eru ekki margir eftir af gamla genginu...úff....
Og svo er ég endanlega hætt öllu fylleríi. Var í afmæli á föstudaginn hjá Brynju Kristjáns, einu sinni léttu...við súrprímurnar tróðum þar upp með smáatriði...og ég drakk allt of mikið af hvítvíni í samsulli með skotum og campari...og heilsufarið í gærmorgun...almáttugur minn...ekki gott, eiginlega verulega slæmt. Og jís hvað ég nenni ekki að eyða heilli helgi í svona þykknu, er engan veginn my cup of tea....Ætlaði að druslast til að tína eitthvað af öllum þessum rifsberjum og sólberjum sem eru hér í garðinum, en nú er byrjað að rigna...oj, oj, oj...og ég sem hef ekki séð rigningu síðan 17. júní....
Krakkarnir að byrja í skólanum eftir helgina...Rúskan reyndar byrjuð enda komin í menntó, búin að fá sína fartölvu og alles...og haustið á næsta leiti....

mánudagur, ágúst 06, 2007

Mýfluguræfill ákvað að stinga mig í handlegginn og ég er með tvöfaldan vinstri handlegg. Asskoti vont verð ég að segja og ég bólgna bara meira þrátt fyrir ofnæmistöflur og voltarenkrem. Sjóðandi heitur upphandleggurinn og eins gott að þetta var ekki hægri hendin því þá gæti ég ekki mætt í vinnu á mánudaginn kemur...segi nú bara svona. Minnir mig svoldið á þegar ég gaf blóð fyrir ævalöngu og kerlingarræksnið dró æðina til í handleggnum á mér og ég var handlama í þrjár vikur og öll marin og blá.
En í dag skal stefnan tekin á Djurs Sommerland í 25 stiga hita og glaðasólskini. Þar er aldeilis góður vatnagarður og á ég von á því að börnin mín, sem rétt í þessu risu úr rekkju, haldi þar til megnið af deginum. Fer nú samt ábyggilega með Rúskunni í vatnarússibana og læt þar við sitja.
Nágrannakona Ragnhildar kom hér rétt áðan með nesti handa okkur, pizzasnúða sem hún var að baka. Samt er þessi kona dagmamma með ein fjögur börn um eins árs aldurinn...orkumiklar konur hér í Danmörku og kalla ekki allt ömmu sína...alltaf vaknaðar fyrir allar aldir og eru búnar að skúra, skrúbba og bóna löngu áður en sólin kemur upp...

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Það er algjör rjómablíða hér í danmörku, eiginlega allt of heitt. Afslöppun í dag að mestu. Reyndar fóru krakkarnir aðeins í vatnið hér niður við Ry en á morgun er stefnan tekin á Djurs sommerland og veðrið á að vera allt of heitt - 25-28 stig eða eitthvað. Það er eiginlega of heitt fyrir minn smekk. Ragnhildur búin að setja upp útisturtu svo grísirnir geti skolað af sér í blíðunni. Þyrfti að fá mér svoleiðis á pallinn við pottinn. Annars bara allt í jollý hér í fríinu og ekki hægt að kvarta...enda má segja að við búum á 6 stjörnu hóteli hér á Ragnhildi og Peter...

föstudagur, ágúst 03, 2007

Það stóð heima...um leið og við komum til Danmerkur kom sumarið. Erum á Jótlandi í góðu yfirlæti hjá Ragnhildi. Gistum í köben á hóteli í tvær nætur. Herbergi okkar mæðgnanna svo lítið að við þurftum að fara út úr því til að skipta um skoðun. Rúskan að fara með móður sína úr frekjur. Stúlkan algjörlega föst í eigin nafla. Vakti alla í nótt út af tveimur litlum pöddum sem skriðu á veggnum og allir þurftu að færa sig til svo hún gæti sofið þar sem hún vildi sofa. Á svo sannarlega eftir að lesa aðeins yfir henni. Ætlum í Randers regnskov í dag og í kvöld þarf svo að ákveða hvert á að halda á morgun....stíft prógram eins og alltaf...skrifa kannski síðar....
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter