sunnudagur, ágúst 26, 2007
Enn ein vinnuvikan á enda og sú næsta byrjar á morgun. Mugginn vann sinn síðasta dag á föstudaginn...á eftir að sakna hans sárt eins og reyndar allra sem hafa hætt síðustu mánuðina. Talaði aðeins við Ragnar í síma um daginn og hann sagði að mér væri velkomið að hringja í hann hvenær sem væri ef mig vantaði sáluhjálp. Sakna hans og allra hans uppátækja. Dóri var hættur þegar ég kom eftir sumarfrí, en hann á eftir að vera eitthvað viðloðandi með skólanum. Og ég sakna Dóra, ótrúlega klár strákur. Og miklu fleiri og allt of margir hafa yfirgefið okkur í vinnunni...ekki gott...hmm...
Fór í dæmalaust dekur í gær með Maríu minni, geðveikt nudd og lúxushandsnyrting. Förum þann 8. sept í andlitssnyrtingu og litun og svo þann 19. sept. í fótsnyrtingu. Æði, skæði.
Dreymdi Brad Pitt og Angelínu í alla nótt. Átti svo sem von á því að mig myndi dreyma eitthvað mikið. Geri það alltaf eftir svona nuddmeðferð...en Brad og Angelínu, halló. Er ekki alveg í lagi heima hjá mér. Reyndar er heimilið hér allt á hvolfi, Arne klárar að mála hurðir og fleira í næstu viku, og svo verður sturtan og þvottahúsið niðri tekið í gegn. Keyptum flísar í sturtuna og blöndunartæki í gær svo nú er allt að verða klárt. Píparinn kemur á morgun og tekur núverandi sturtudót í burtu og svo kemur múrarinn/flísarinn á þriðjudaginn...allt í gangi hér og þá aðallega drasl...
Ísskápurinn eitthvað að klikka held ég, allavega lak eitthvað úr honum...sjáum hvað gerist þegar líður á daginn...
Fór í dæmalaust dekur í gær með Maríu minni, geðveikt nudd og lúxushandsnyrting. Förum þann 8. sept í andlitssnyrtingu og litun og svo þann 19. sept. í fótsnyrtingu. Æði, skæði.
Dreymdi Brad Pitt og Angelínu í alla nótt. Átti svo sem von á því að mig myndi dreyma eitthvað mikið. Geri það alltaf eftir svona nuddmeðferð...en Brad og Angelínu, halló. Er ekki alveg í lagi heima hjá mér. Reyndar er heimilið hér allt á hvolfi, Arne klárar að mála hurðir og fleira í næstu viku, og svo verður sturtan og þvottahúsið niðri tekið í gegn. Keyptum flísar í sturtuna og blöndunartæki í gær svo nú er allt að verða klárt. Píparinn kemur á morgun og tekur núverandi sturtudót í burtu og svo kemur múrarinn/flísarinn á þriðjudaginn...allt í gangi hér og þá aðallega drasl...
Ísskápurinn eitthvað að klikka held ég, allavega lak eitthvað úr honum...sjáum hvað gerist þegar líður á daginn...
Comments:
Skrifa ummæli