sunnudagur, ágúst 05, 2007
Það er algjör rjómablíða hér í danmörku, eiginlega allt of heitt. Afslöppun í dag að mestu. Reyndar fóru krakkarnir aðeins í vatnið hér niður við Ry en á morgun er stefnan tekin á Djurs sommerland og veðrið á að vera allt of heitt - 25-28 stig eða eitthvað. Það er eiginlega of heitt fyrir minn smekk. Ragnhildur búin að setja upp útisturtu svo grísirnir geti skolað af sér í blíðunni. Þyrfti að fá mér svoleiðis á pallinn við pottinn. Annars bara allt í jollý hér í fríinu og ekki hægt að kvarta...enda má segja að við búum á 6 stjörnu hóteli hér á Ragnhildi og Peter...
Comments:
Skrifa ummæli