<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 06, 2007

Mýfluguræfill ákvað að stinga mig í handlegginn og ég er með tvöfaldan vinstri handlegg. Asskoti vont verð ég að segja og ég bólgna bara meira þrátt fyrir ofnæmistöflur og voltarenkrem. Sjóðandi heitur upphandleggurinn og eins gott að þetta var ekki hægri hendin því þá gæti ég ekki mætt í vinnu á mánudaginn kemur...segi nú bara svona. Minnir mig svoldið á þegar ég gaf blóð fyrir ævalöngu og kerlingarræksnið dró æðina til í handleggnum á mér og ég var handlama í þrjár vikur og öll marin og blá.
En í dag skal stefnan tekin á Djurs Sommerland í 25 stiga hita og glaðasólskini. Þar er aldeilis góður vatnagarður og á ég von á því að börnin mín, sem rétt í þessu risu úr rekkju, haldi þar til megnið af deginum. Fer nú samt ábyggilega með Rúskunni í vatnarússibana og læt þar við sitja.
Nágrannakona Ragnhildar kom hér rétt áðan með nesti handa okkur, pizzasnúða sem hún var að baka. Samt er þessi kona dagmamma með ein fjögur börn um eins árs aldurinn...orkumiklar konur hér í Danmörku og kalla ekki allt ömmu sína...alltaf vaknaðar fyrir allar aldir og eru búnar að skúra, skrúbba og bóna löngu áður en sólin kemur upp...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter