föstudagur, ágúst 03, 2007
Það stóð heima...um leið og við komum til Danmerkur kom sumarið. Erum á Jótlandi í góðu yfirlæti hjá Ragnhildi. Gistum í köben á hóteli í tvær nætur. Herbergi okkar mæðgnanna svo lítið að við þurftum að fara út úr því til að skipta um skoðun. Rúskan að fara með móður sína úr frekjur. Stúlkan algjörlega föst í eigin nafla. Vakti alla í nótt út af tveimur litlum pöddum sem skriðu á veggnum og allir þurftu að færa sig til svo hún gæti sofið þar sem hún vildi sofa. Á svo sannarlega eftir að lesa aðeins yfir henni. Ætlum í Randers regnskov í dag og í kvöld þarf svo að ákveða hvert á að halda á morgun....stíft prógram eins og alltaf...skrifa kannski síðar....
Comments:
Skrifa ummæli