mánudagur, september 03, 2007
Allt hér enn á öðrum endanum en málarinn "minn" mun trúlega klára á morgun og þvílíkt æði skæði. Hurðarnar eins og sprautulakkaðar enda annálaður málarasnillingur á ferðinni. Ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Arne.
Rakelítan ásamt mömmsunum sínum kom hér í heimsókn á laugardaginn og fórum við "æmgurnar" í pottinn. Þeirri stuttu finnst það mikið gaman og við reyndum með vatnsbyssum að hrekja feita og pattaralega kónguló heim til sín með engum árangri.
Og í gærkvöldi var það svo Norah Jones sem gladdi hjarta mitt. Bara snilldartónleikar. Fór seint að sofa og vaknaði seint í morgun og er búin að vera syfjuð í allan dag og ætla snemma í háttinn. Verð þó eitthvað að druslast til að gera í gunnsumálum sem þurfa að klárast fyrir laugardag. Annars bara næs að geta kannski komið draslinu úr stofunni annað kvöld og farið að plana fleiri breytingar á heimilinu...
Rakelítan ásamt mömmsunum sínum kom hér í heimsókn á laugardaginn og fórum við "æmgurnar" í pottinn. Þeirri stuttu finnst það mikið gaman og við reyndum með vatnsbyssum að hrekja feita og pattaralega kónguló heim til sín með engum árangri.
Og í gærkvöldi var það svo Norah Jones sem gladdi hjarta mitt. Bara snilldartónleikar. Fór seint að sofa og vaknaði seint í morgun og er búin að vera syfjuð í allan dag og ætla snemma í háttinn. Verð þó eitthvað að druslast til að gera í gunnsumálum sem þurfa að klárast fyrir laugardag. Annars bara næs að geta kannski komið draslinu úr stofunni annað kvöld og farið að plana fleiri breytingar á heimilinu...
Comments:
Skrifa ummæli