þriðjudagur, september 18, 2007
Furðulegt hvað mánudagar og föstudagar geta verið hektic í þessari vinnu minni. Gaman að hitta alla eftir skemmtilegt partý um helgina en dagurinn byrjaði strax á því að klára verkefni sem átti að vera tilbúið í gær eða eitthvað. Ansi oft þannig. Það reddaðist fyrir horn, var reyndar trúlega einum hálftíma of seint á áfangastað en engin læti út af því. Og svo er það einhvern veginn þannig að á hverjum degi kemur Palli sem er einn í heiminum og vill fá allt gert fyrir sig, enda einn í þessum heimi og við erum bara þarna til að þjóna honum. Da....
Það er alveg ótrúlega skemmtilegt og eiginlega gott að lesa bloggið hennar Díönu. Hún skrifar svo fallega um stelpurnar mínar (hennar) og svo er hún bara svo góður penni. Og líka svo dæmalaust góð stelpa. Ég er svo sannarlega heppin með tengdadóttur.
Hálftómt hér í kotinu þegar 2/3 heimabúandi barna eru að heiman. Ekki það að Rúskan láti nú ekki heyra í sér. Keypti sér síma í afmælisgjöf í dag.. og by the way...gleymdi að hringja í mömmu og óska henni til hamingju með daginn...geri það á morgun eins og sá lati segir alltaf.
Sjónvarpið komið í lag...snöggur að redda þessu hann Símon sjónvarpsgæi...
Og svona í lokin nokkrar myndir...
Það er alveg ótrúlega skemmtilegt og eiginlega gott að lesa bloggið hennar Díönu. Hún skrifar svo fallega um stelpurnar mínar (hennar) og svo er hún bara svo góður penni. Og líka svo dæmalaust góð stelpa. Ég er svo sannarlega heppin með tengdadóttur.
Hálftómt hér í kotinu þegar 2/3 heimabúandi barna eru að heiman. Ekki það að Rúskan láti nú ekki heyra í sér. Keypti sér síma í afmælisgjöf í dag.. og by the way...gleymdi að hringja í mömmu og óska henni til hamingju með daginn...geri það á morgun eins og sá lati segir alltaf.
Sjónvarpið komið í lag...snöggur að redda þessu hann Símon sjónvarpsgæi...
Og svona í lokin nokkrar myndir...
Comments:
Skrifa ummæli


