<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, september 16, 2007

Verð víst seint talin með duglegustu bloggurum landsins en svona eru nú þessir bloggheimar. Stundum nennir maður og stundum ekki. Léttur byrjaðar og nú á að taka meistara Megas. Spurning hvort hægt er að beita klíkuskap til að fá Magnús til að syngja með okkur. Má eiginlega segja að við séum allavega málkunnug eftir að hafa dvalið á sama tíma hjá Ragnhildi í Danaveldi.
Og fimmtugs KR afmælið var bara skemmtilegt. Þar var svo mikið af megaspilurum að það var ekki kveikt á ipodi Gunnsunnar.
Og svo var hér heljarinnar samskiptapartý í gær. Allir "passlega" drukknir og mikið borðað af kínamat þó hér verði trúlega kínamatur út vikuna, slíkir eru afgangarnir. Og heilsufarið bara ótrúlega gott miðað við innbyrt áfengismagn. Það gerir læmið sem er allra meina bót, vítamínríkt og dásamlega hollt.
Og svo eru Trínan og Trillinn á leið í skólabúðir, Trínan fer að Laugum og Trillinn á Reyki. Fimm daga ferð hjá þeim báðum. Svo næstu viku verður það bara my sweet sixtín dóttir sem verður heima. Og auðvitað Nikkinn og Doppan og Jánsinn. Fæ svo að passa Rakelítuna mína um næstu helgi sem er alltaf bara skemmtilegt. Elska þetta litla sæta skott. Það er nefnilega svo gott að vera amma...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter