<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 19, 2007

Ég er nottlega biluð að vera vakandi núna. Reyndar sofnaði ég hér yfir fréttunum á stöð2+ svo það er kannski ekki nema von að ég vaki núna. Tjúllað að gera í vinnunni og ég er búin að vinna yfirvinnu undanfarna daga, eitthvað sem ég kæri mig alls ekkert um verandi að dagvinnutaxta í yfirvinnu. Halló, já það er nefnilega ekki alveg í lagi með þennan blessaðan vinnustað hvað þetta snertir. Alveg hreint makalaust og tíðkast HVERGI leyfi ég mér að fullyrða.
Árshátíð Samskipta á laugardaginn og svo förum við Jánsinn til Köben á árshátíð Init á miðvikudaginn. Bara gaman. Við borðum á Danglaterre hótelinu en einmitt þar lærði amma John´s til smurbrauðsdömu eða kokks fyrir langa löngu

Hef ekki hugmynd á hvaða hóteli við gistum en það er eitthvað lúxushótel á Strikinu. Verð reyndar fyrstu tvö dagana á Hótel Birna systir í nýja húsinu hennar í Töllöse.
En nú verð ég að drulla mér í svefn...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter