laugardagur, október 13, 2007
Vinnan mín tekur allt of mikinn tíma frá öllu öðru sem mig langar að gera. Er reyndar kominn í smápásu frá Léttum og það var nokkuð stór ákvörðun að taka hafandi aldrei tekið mér pásu. Ætla nú samt ekki að taka mér pásu frá öllum mínum stórkostlegu vinkonum sem ég hef eignast í Léttsveitinni. Það er ekki hægt að gera svoleiðis.
Og nú sit ég hér á laugardagsmorgni, þarf að drusla mér í sturtu og reyna áfram að koma einhverju skikki á verðandi fataherbergi. Það er eiginlega allt of lítið fyrir mín stóru plön. Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin/nóttinni á leið inn í draumalandið staldra ég alltaf svoldið lengi við í anddyrinu og plana og plana. Kannski er það þess vegna sem ég er svona lengi að sofna. En á leið minni inni inn í draumalandið fæ ég alltaf bestu hugmyndirnar. Æ nenni ekki þessu pikki...
Og nú sit ég hér á laugardagsmorgni, þarf að drusla mér í sturtu og reyna áfram að koma einhverju skikki á verðandi fataherbergi. Það er eiginlega allt of lítið fyrir mín stóru plön. Þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin/nóttinni á leið inn í draumalandið staldra ég alltaf svoldið lengi við í anddyrinu og plana og plana. Kannski er það þess vegna sem ég er svona lengi að sofna. En á leið minni inni inn í draumalandið fæ ég alltaf bestu hugmyndirnar. Æ nenni ekki þessu pikki...
Comments:
Skrifa ummæli