<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 16, 2007

Já ég er vakandi þó klukkan sé fimm að morgni. Steinsofnaði yfir sjónvarpinu og vaknaði upp úr þrjú. Vesen en svona er þetta bara stundum. Málarinn minn er hér á fullu og allt í ryki og hvorki stofan né eldhúsið í fúnksjón. Mikið sparsl og undirvinna sem tók að ég held enda í dag svo hann byrjar trúlega að mála á morgun. Á nú samt ekkert von á því að ég fái sófann í notkun fyrr en eftir helgina svo á meðan verður bara að nota svefnherbergið til allra hluta þó ég eldi nú kannski ekki þar, enda elda ég svo sem ekki mikið þessa dagana. Á það þó til og eldaði um daginn kjúklingarétt úr 2.þætti Jóa Fel og allir vilja fá hann aftur. Það er eiginlega kraftaverk þegar öllum börnunum mínum sem eru enn heimabúandi finnst sami maturinn góður. Jánsanum finnst ALLT gott sem ég geri svo það er ekki að marka hann.
Svo virðist sem allir séu hættir að blogga en það er bót í máli að tengdadóttlan sem er algjörlega frábær penni sé nýbyrjuð og hættir vonandi ekki í bráð. Og Rakelítan ætlar að gista hér í draslinu hjá ömmunni á morgun. Ætli við kíkjum ekki í heimsókn til Helenu frænku á laugardagsmorguninn. Þær frænkur hittast allt of sjaldan.
Og á morgun er dagur íslenskrar tungu, ekki veitir af og hann er víst tileinkaður Jónasi. Vita ekki allir hver hann er....jú hann orti einmitt....

Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla
léku í ljósi sólar
lærði hörpu að stilla

Hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu þýðu
skáld í muna munni
mögur sveitablíðu...

eða eitthvað þannig.

Reyndar finn ég bara þetta á vefnum...

Í ÖXNADAL (Brot)

Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla,
þar sem hamrahilla
hlær við skini sólar

árla, fyrir óttu,
ennþá meðan nóttu
grundin góða ber
græn í faðmi sér.

...hef aldrei lært þetta...er mér eitthvað farið að förlast???

Og þetta er bara snilldin ein...

Háa skilur hnetti
heimingeimur
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið...

Set þetta á filmu í svefnherberginu....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter