<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Trúlega og vonandi klára hann Arne minn að mála stofuna, eldhúsið og baðofninn á föstudaginn. Er orðin voðalega þreytt á því að búa í svefnherberginu. Hef ekki orku til að taka til því það sést ekki og hún Inga þrifakonan mín kemur á þriðjudaginn eða miðvikudaginn og tekur allt til. Arne byrjar svo á herbergi Rúskunnar á mánudaginn og Trillans líka. Rúðurnar komnar í þvottahúsinu og ég þarf að láta gera filmur í þær svo heimilisfólk geti farið í sturtu án þess að standa nakið fyrir alheiminum. Steinsofnaði eins og oft áður yfir sjónvarpinu enda í rúminu mínu svo nú er ég glaðvakandi eða þannig. Allir aðrir farnir að hrjóta hér, Nikkinn þó mest af öllum.
Fór með ryksuguna mína nýju í viðgerð í dag, það lokaðist ekki hólfið sem geymir aukatólin. Þeir voru ekki hrifnir af fínrykinu sem ég hafði notað hana í, þ.e. allt rykið sem ég pússaði af eldhúsinnréttingunni um helgina. Lofaði að nota ekki djásnið í slíkt aftur, enda ekki á dagskránni hjá mér að pússa aftur eldhúsinnréttinguna. Næst þegar eitthvað verður gert í eldhúsinu verður skipt um innréttingu. Þá verður Hrundin mín búin með húsgagnasmíðina og vonandi verður eldhúsið mitt sveinstykkið hennar. Hún er algjörlega að standa sig í náminu og það er frábært.
Húsið er hálfkalt, allavega þrír ofnar sem ekki hitna og ég hringdi í Halla pípara í dag og hann lofaði að kíkja fljótlega að tékka á málinu. Og Jánsinn búinn að setja upp hengi í nýútbúnu fataherbergi í kjallaranum. Ætlar svo að bíða með að skipta út skápum í svefnherberginu. Það þarf að setja á það parket og taka það alveg í gegn. Geymi það fram á næsta ár.
Þarf trúlega að fara að huga að jólagjöfum þó ég vildi svo gjarnan sleppa við það. Nenni ekki svona jólagjafastússi og vildi helst bara gefa mínum allra nánustu jólagjafir...hætta þessu systkinadæmi og þó....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter