<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 29, 2007

Ég hallast að því að enginn lesi bloggið mitt nema Gunnsan. Hún er allavega sú eina sem kommentar. But hú kers...anyway...er að rippa hér diski og þarf nú svo sem ekkert að hanga yfir því. Horfði á hairspray áðan sem ég ætlaði reyndar að horfa á með Gunnsunni. Horfði á það í staðinn með erðaprinsinum og hann þrái að eignast hársprey sem heldur hárinu á honum eins og hann vill hafa það sem er í nokkurs konar Donald Trump stíl...hann vill ekki vera hnakki en vill samt hafa hárið á þeim nótunum...skemmtilega skrítinn hann sonur minn...



Ætla að dúlla mér í rúmið og fyrir liggur að vakna um hádegið, drusla sér í búð og versla í áramótamatinn og kannski hreinsa lyklaborðið á tölvunni minni sem er ansi stíft af skít eftir börnin mín sem einhverra hluta vegna fá mig endalaust til að segja sér lykilorðið inn á tölvuna...þarf að breyta því enn og aftur...
Nú hringir vekjarinn og vekur Jánsann sem er á leiðinni út á flugvöll að sækja foreldra sína sem eru að koma frá USA þar sem þau dvöldu um jólin.
Náði að prenta út dagatölin í dag og kem þeim til síns heima næstu dagana...í rúmið nú...ómögulegt að allir séu vakandi í einu á heimilinu...

föstudagur, desember 28, 2007

Jólin á enda og restin eftir. Er búin að sofa mikið, borða mikið og hitta eitthvað af fólki og liðið bara hreint bærilega. Druslaði mér á fætur um hádegisbilið og ætla að fara að sofa fyrr en undanfarna daga. Kláraði að gera dagatölin sem fólkið mitt átti að fá með jólapökkunum og er núna að setja inn á nýja iPodið mitt. Er búin að pirra mig mikið yfir því að allt í einu get ég ekki keypt neitt á iTunes, þarf greinilega að gera eitthvað í því. Og svo þarf ég að panta tíma hjá kvenlækni eða heimilislækni og fá hjá þeim gleðihormón sem Svanhildur benti mér á. Af hverju hefur enginn sagt mér frá þessu hormóni fyrr. Mig vantar það tilfinnanlega það er nokkuð ljóst. Mig vantar gleði í hjartað og my old sexdrive aftur. Nenni ekki þessari flatneskju og aðgerðaleysi sem hefur hrjáð mig undanfarin ár....

laugardagur, desember 22, 2007

Mín loksins komin í jólafrí og ekki seinna vænna en fara að huga að fjölskyldunni og halda heilög jól.
Var að vinna til kl. 09.00 í gærmorgun og var á leiðinni heim úr vinnunni á sama tíma og ég mæti yfirleitt. Nei, ég er ekki að djóka, vann alla nóttina við það að prenta út jólakort fyrir fólk sem er með allt á síðustu stundu. Svo ég beini þeim tilmælum til fólks að drullast að til að panta jólakortin sín aðeins fyrr um næstu jól. Ég ætla nefnilega ekki að eyða aðventunni í svona rugl aftur.
Á ennþá eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og svo auðvitað að versla í jólamatinn ef það verður eitthvað til í búðunum svona korter fyrir jól.
Annars er ég ótrúlega afslöppuð í augnablikinu og svaf eins og engill í sófanum í alla nótt án þess að rumska. Allt sem tilheyrir vinnunni rokið út í veður og vind og mér er algjörlega sama hvort einhver fær ekki kortin sín fyrir jól.
En nú er víst best að druslast og gera sig sætari og fara út og gera það sem gera þarf.
Það fær engin jólakort frá mér þessi jólin svo ég segi bara gleðileg jól og alles...yfir og út...

sunnudagur, desember 16, 2007

Á maður að lifa fyrir vinnuna sína. Nei, ég vil meina að maður eigi ekki að gera það. Af hverju í ósköpunum heldur þessi vinna mín þá fyrir mér vöku. Mig vantar hreinlega heilu dagana í sólarhringinn til að komast yfir það sem ég þarf að gera og ég sofna seint og illa yfir því að hugsa um hvort það sé til pappír og hvað ég nái að klára áður en venjulegum vinnutíma lýkur. Shit...og ég er örþreytt þegar ég kem heim en get samt ekki sofnað. Sinni engu, hvorki fjölskyldunni né vinum og ég þoli það ekki. Bara vinna og meiri vinna og samt algjörlega að drukkna yfir því.
Meikaðu það þó samt að fara á tónleika Vox Feminae, Gospelsystra og Stúlknakórs Rvíkur í gærkvöldi, fór beint úr vinnunni. Náði aðeins að slaka á þó ég sæti í sætinu hennar Silju Hauks og Katla þyrfti að sitja á annarri rasskinninni nánast ofan á systur sinni. Sorry Katla.
Vaknaði svo illa og of seint í morgun af því ég var búin að lofa því að baka fyrir afmæli Rakelítunnar. Og ég var varla vöknuð þegar mamma hringdi, var óþarflega pirruð sem tengdist því að ég sofnaði seint og vaknaði seint. Foreldrarnir á leið til Danaveldis þar sem þau dvelja um jólin hjá systur.
Og svo hef ég ekki haft neitt samband við hana Maríu mína í allt of langan tíma og hún er veik og ég sinni henni ekki frekar en öðrum. Shit...
Rúskan náði öllum prófum, fékk 8 í stærðfræði og náttúrufræði...og svo er hún að pæla í að skipta um braut...
Annars allir sæmilega brattir þó þeir þurfi að búa með mér. Reddar því kannski að ég er aldrei heima hjá mér...og ég á eftir að klára jólagjafir og kaupa jólatré og skreyta meira...tekur því kannski ekki...

þriðjudagur, desember 11, 2007

Þetta er nú meira ansk...rokið. Yfirleitt er ekkert veður hér í Hlégerðinu, enda erum við til hlés við allt veður en núna áðan fauk körfuboltastatífið niður og lenti á milli bílanna. Er það lán eða hvað, sæll, eigum við að ræða það eitthvað...Ég meina fóturinn undir statívinu er fyllt með sandi, örugglega ein hundrað kíló eða eitthvað...
Hvað er þetta með tenóra...geta þeir ekki lært texta. Var að horfa á frosrósir 2006 í gær og engin var með texta...jú reyndar Petula Clark en hún er nú orðin svo öldruð, segi nú bara svona, nema tenórinn Jóhann Friðgeir. Minnist þess þegar Kristján nokkur Jóhannsson rýndi í textann af þjóðsöngnum...eða nóturnar...mér er alveg sama hvort. Hver kann ekki þjóðsönginn.
Og svo þetta með bleikt og blátt. Nú má ekki kyngreina börn við fæðingu. Halló, eiga þau að vera hvorugkyn eða eitthvað. Man nú eftir því að þegar ég kom út á vinnumarkaðinn 1971 að þá var mitt starfsheiti skrifstofudama og það þótti mikil framför þegar þegar daman breyttist í skrifstofumann, því eru konur ekki menn. Verður næst að ekki eigi að gefa fólki nöfn sem gefa til kynna af hvoru kyninu það er. Er þetta ekki farið að ganga svoldið út í öfgar. Jafnrétti og jafnrétti. Ég vil bara fá að vera kona í friði og vil nú helst meina að það hljóti að létta starfsfólki á fæðingardeildum starfið að sjá muninn á kynjum barnanna sem fæðast, að þau renni bara ekki saman í hvítan blett, öll eins. Kannski má hafa þetta gult og grænt. Og ef konur geta ekki lengur verið ráðherrar...er skárra að vera ráðfrú??? Asskotans vitleysa er þetta allt saman...Mig langar til að heita Jón....

laugardagur, desember 08, 2007

Enn ein vinnuvikan á enda og algjörlega klikkað í þessari vinnu minni. En nóg um vinnuna, nú er komin helgi og húsið mitt að verða það flottasta í bænum. Rúskan alsæl með herbergið sitt og Jánsinn búinn að setja borðið í þvottahúsinu og vélarnar komnar á sinn stað, búin að setja filmur í gluggana og skötupartý hér í kvöld. Skatan verður soðin úti þó ég eigi nú samt von á að einhver lykt verði hér í húsinu eftir þetta skrall. Ekki gott í nýmáluðu húsinu með nýhreinsaðar gardínur. En það verður bara að brenna nógu mikið af ilmkertum fram að jólum. Og talandi um jólin, verð að klára rest af jólagjöfum fyrir næstu helgi því þá fer liðið til USA og Danmerkur og verður að taka með sér jólapakkana. Þarf að fara að leggja á borð, skella mér í sturtu og fara og versla stóran pott fyrir skötuna...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter