sunnudagur, desember 16, 2007
Á maður að lifa fyrir vinnuna sína. Nei, ég vil meina að maður eigi ekki að gera það. Af hverju í ósköpunum heldur þessi vinna mín þá fyrir mér vöku. Mig vantar hreinlega heilu dagana í sólarhringinn til að komast yfir það sem ég þarf að gera og ég sofna seint og illa yfir því að hugsa um hvort það sé til pappír og hvað ég nái að klára áður en venjulegum vinnutíma lýkur. Shit...og ég er örþreytt þegar ég kem heim en get samt ekki sofnað. Sinni engu, hvorki fjölskyldunni né vinum og ég þoli það ekki. Bara vinna og meiri vinna og samt algjörlega að drukkna yfir því.
Meikaðu það þó samt að fara á tónleika Vox Feminae, Gospelsystra og Stúlknakórs Rvíkur í gærkvöldi, fór beint úr vinnunni. Náði aðeins að slaka á þó ég sæti í sætinu hennar Silju Hauks og Katla þyrfti að sitja á annarri rasskinninni nánast ofan á systur sinni. Sorry Katla.
Vaknaði svo illa og of seint í morgun af því ég var búin að lofa því að baka fyrir afmæli Rakelítunnar. Og ég var varla vöknuð þegar mamma hringdi, var óþarflega pirruð sem tengdist því að ég sofnaði seint og vaknaði seint. Foreldrarnir á leið til Danaveldis þar sem þau dvelja um jólin hjá systur.
Og svo hef ég ekki haft neitt samband við hana Maríu mína í allt of langan tíma og hún er veik og ég sinni henni ekki frekar en öðrum. Shit...
Rúskan náði öllum prófum, fékk 8 í stærðfræði og náttúrufræði...og svo er hún að pæla í að skipta um braut...
Annars allir sæmilega brattir þó þeir þurfi að búa með mér. Reddar því kannski að ég er aldrei heima hjá mér...og ég á eftir að klára jólagjafir og kaupa jólatré og skreyta meira...tekur því kannski ekki...
Meikaðu það þó samt að fara á tónleika Vox Feminae, Gospelsystra og Stúlknakórs Rvíkur í gærkvöldi, fór beint úr vinnunni. Náði aðeins að slaka á þó ég sæti í sætinu hennar Silju Hauks og Katla þyrfti að sitja á annarri rasskinninni nánast ofan á systur sinni. Sorry Katla.
Vaknaði svo illa og of seint í morgun af því ég var búin að lofa því að baka fyrir afmæli Rakelítunnar. Og ég var varla vöknuð þegar mamma hringdi, var óþarflega pirruð sem tengdist því að ég sofnaði seint og vaknaði seint. Foreldrarnir á leið til Danaveldis þar sem þau dvelja um jólin hjá systur.
Og svo hef ég ekki haft neitt samband við hana Maríu mína í allt of langan tíma og hún er veik og ég sinni henni ekki frekar en öðrum. Shit...
Rúskan náði öllum prófum, fékk 8 í stærðfræði og náttúrufræði...og svo er hún að pæla í að skipta um braut...
Annars allir sæmilega brattir þó þeir þurfi að búa með mér. Reddar því kannski að ég er aldrei heima hjá mér...og ég á eftir að klára jólagjafir og kaupa jólatré og skreyta meira...tekur því kannski ekki...
Comments:
Skrifa ummæli