<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 22, 2007

Mín loksins komin í jólafrí og ekki seinna vænna en fara að huga að fjölskyldunni og halda heilög jól.
Var að vinna til kl. 09.00 í gærmorgun og var á leiðinni heim úr vinnunni á sama tíma og ég mæti yfirleitt. Nei, ég er ekki að djóka, vann alla nóttina við það að prenta út jólakort fyrir fólk sem er með allt á síðustu stundu. Svo ég beini þeim tilmælum til fólks að drullast að til að panta jólakortin sín aðeins fyrr um næstu jól. Ég ætla nefnilega ekki að eyða aðventunni í svona rugl aftur.
Á ennþá eftir að kaupa nokkrar jólagjafir og svo auðvitað að versla í jólamatinn ef það verður eitthvað til í búðunum svona korter fyrir jól.
Annars er ég ótrúlega afslöppuð í augnablikinu og svaf eins og engill í sófanum í alla nótt án þess að rumska. Allt sem tilheyrir vinnunni rokið út í veður og vind og mér er algjörlega sama hvort einhver fær ekki kortin sín fyrir jól.
En nú er víst best að druslast og gera sig sætari og fara út og gera það sem gera þarf.
Það fær engin jólakort frá mér þessi jólin svo ég segi bara gleðileg jól og alles...yfir og út...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter