<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hangi í tölvunni og bíð eftir Gunnsunni með Mirandas. Og les annarra manna blogg, þó sérstaklega tengdadóttlunnar en hún er ótrúlega skemmtilegur penni.
En það er allavega það að frétta að mín fór til kvennlæknis og fékk GLEÐITÖFLUR í dag og nú er að sjá hvort það virki á fýlupúkann mig, eða kannski meira svona flatneskjuna mig. Þarf víst að drífa mig í pressuna hjá krabbameinsfélaginu sem fyrst og fá svo annan tíma eftir páskana því þá ættu töflurnar að vera farnar að virka. Jís, hvað ég hlakka til að vera í góðu skapi.
Svaf af mér síðustu kóræfingu, shit...og fékk upphringingu frá Arne sem var bara ekki alveg að trúa því að við Jánsinn ætluðum ekki að fara með honum og Maríu á árshátíð í Berlín. Kunni nú ekki alveg við að segja að aðalástæðan væri sú að mér fyndust þjóðverjar frekar leiðinlegir þar sem Arne er nú hálfur þjóðverji en hann flokkast ekki undir það að vera leiðinlegur enda bara helmingurinn af honum leiðindagen. Nei, segi nú bara svona. Og svo spjallaði ég aðeins við Stínu í gær og þá var ég nánast alveg að skipta um skoðun. Nú stendur valið á milli standalampa úr Mirale eða Berlínar. Á maður ekki frekar að velja Berlín, það er alltaf hægt að kaupa lampa í Mirale á milljón...en ekki alltaf hægt að fara með Léttum til Berlínar...eða hvað????

laugardagur, janúar 19, 2008

ÉG er krumpin og úrill. Vissi að það yrði eitthvað skrítinn útreikningur á yfirvinnunni í desember og það er ekkert verið að hugsa um það að fólk eigi rétt á 11 tíma hvíldartíma þegar unnið er fram á nótt. Þarf greinilega að fara með þetta í félagið mitt og láta reikna þetta út. Þoli ekki að þurfa að gera það og finnst eins verið sé að traðka á manni á skítugum skónum. Er búin að þurfa að vinna frameftir þessa viku og á ekki von á því að frekar verði pælt í því að þegar maður vinnur til tólf á kvöldin þurfi maður ekki að mæta fyrr en ellefu næsta morgun. Alla vega sé ég þessa ellefu tíma hvíld þannig. Og samt eigi maður að fá fullan vinnudag. Shit, shit og shit....
Allt í einu er mín farin að prjóna á fullu...lopakjól, reyndar úr mohair en vonandi verður hann ótrúlega flottur og ég verð farin að fíla mig ótrúlega flotta þegar ég verð komin á gleðipillurnar. Á tíma hjá Ósk nk. fimmtudag og get ekki beðið. Held nefnilega að þessar töflur hljóti að gera kraftaverk, allavega vonast ég eftir því.
Dreymdi einn af mínum fyrrverandi sambýlismönnum í nótt, reyndar sá eini af þeim sem mig dreymir. Hef einhvern veginn alltaf sett draum um hann í samband við veikindi eða peningaáhyggjur enda alltaf ótrúlega stressandi og leiðinlegt að dreyma hann. En í nótt var hann bara ótrúlega næs og ég líka...svo ég veit ekki hvernig ég á að túlka þennan draum...ekki að það skipti nokkru máli.
Og Fisher kallinn bara farinn til feðra sinna...fannst hann alltaf svoldið skemmtilegur karakter...mátulega klikkaður...

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Það er búinn að vera einhver lurkur í mér í marga daga. Var eiginlega á náttonum alla helgina og mætti svo ekki í vinnu í dag og held svei mér að ég haldi mig heima á morgun líka. Fékk ansan árurnar fyrir augun í dag og hélt að þær ætluðu aldrei að fara. Sé til í fyrramálið hvernig mér líður. Ég sem sagt gerði afskaplega lítið þessa helgina og er hálfandlaus...

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Mætti á fystu æfingu Létta eftir jólafrí og svei mér þá ef það létti ekki bara aðeins lundina. Skemmtileg lög og gaman þó ótrúlegt sé að hitta kerlingarnar aftur. Ætla þó að sleppa Berlínarferð en ætla algjörlega að skella mér með þeim til Færeyja. Langar svoldið mikið orðið að fara til Parísar með Jánsanum. Hef aldrei komið þangað, reyndar ekki heldur til Berlínar, en geng með þá grillu í það geti orðið rómantísk ferð að fara til Frakklands og láta reyna á frönskukunnáttu spúsans. Hann var nú víst einu sinni kallaður franski drengurinn þegar hann flutti frá Sviss til Belgíu og aldrei að vita nema franskan rifjist upp þegar til Frakklands er komið. Á þá verður mín vonandi komin í betra ról, búin að fá sér gleðihórmón og alles...

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Nú árið er liðið í aldanna skaut....eða þannig. Svaf lengi, kannski ekki vel, en lengi. Er með króníska vöðvabólgu eftir jólastressið í vinnunni og virðist ekki ná henni í burtu úr hálsinum. En hvað um það. Nýtt ár og batnandi manni er best að lifa. Geri yfirleitt ekki nein áramótaheit og á ekki von á því að ég geri slíkt núna en samt, ýmislegt sem ég þarf að koma í verk á nýju ári. Var með mörg atriði í kollinum þegar ég vaknaði í dag en þau eru einhvern veginn gleymd í augnablikinu. Man þetta kannsi síðar, en gleðilegt ár öll sömul þarna úti...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter