fimmtudagur, janúar 10, 2008
Mætti á fystu æfingu Létta eftir jólafrí og svei mér þá ef það létti ekki bara aðeins lundina. Skemmtileg lög og gaman þó ótrúlegt sé að hitta kerlingarnar aftur. Ætla þó að sleppa Berlínarferð en ætla algjörlega að skella mér með þeim til Færeyja. Langar svoldið mikið orðið að fara til Parísar með Jánsanum. Hef aldrei komið þangað, reyndar ekki heldur til Berlínar, en geng með þá grillu í það geti orðið rómantísk ferð að fara til Frakklands og láta reyna á frönskukunnáttu spúsans. Hann var nú víst einu sinni kallaður franski drengurinn þegar hann flutti frá Sviss til Belgíu og aldrei að vita nema franskan rifjist upp þegar til Frakklands er komið. Á þá verður mín vonandi komin í betra ról, búin að fá sér gleðihórmón og alles...
Comments:
Skrifa ummæli