<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, febrúar 02, 2008

Ég þjáist af því sem er víst kallað sjónmígreni þessa daga. Lýsir sér í því að ég sé eldglæringar út úr augunum á mér og það myndast einskonar blindur blettur svo ég sé ekki almennilega hvað ég er að gera. Tek yfirleitt voltaren eða íbúfen við þessu og þetta hverfur á 10-15 mínútum. En þetta er afskaplega hvimleitt og ég er óvinnufær rétt á meðan þetta er. Held að þetta stafi af of mikilli birtu og vöðvabólgu sem ég virðist ekki geta losnað við. Svo fæ ég náladofa í hendurnar þegar ég er að sofna á kvöldin, líka pirrandi. Ég held að ég þurfi að fara að hreyfa mig meira.
Kláraði kjólinn í fyrradag og hann er bara ógislega flottur. Ætla núna að skella mér í að prjóna vettlinga á Rakelítuna mína og svo kannski lopapeysu á Rúskuna. Skil ekkert í mér að hafa ekki prjónað í mörg ár, þetta er nefnilega mjög gaman og enn meira skemmtilegt þegar flíkin er tilbúin.
Horfði í gær á þessa nýju sjónvarpsstöð INN og síendurtekinn þátt Kolfinnu Baldvins. Þar sitja um sex konur og tala hver ofan í aðra og allt og ekki neitt. Meira ruglið. Engin stjórn á neinu og kellingarnar arga hver á aðra, tala ofan í allar hinar og maður heyrir ekki neitt hvað hver er að segja. Kolfinna telur endalaust á fingrum sér þetta og hitt og ekkert af því sem sagt er kemst til skila. Var aðallega um hversu ömurlegir karlmenn væru þó þær gætu ekki án þeirra verið, hvernig ætti að taka karlmenn á löpp á barnum og hvort ekki væri hægt að spara pening með því að þiggja glas hjá næsta manni. Kvenréttindi á villigötum.
Og úti er hrikaleg kalt og mín bíða óhrein föt á krökkunum í tonnavís...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter