<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 01, 2008

Eftirfarandi skilaboð voru í talhólfinu á símanum mínum í gær:
"Silla, ég verð að tala við þig. Ég er að drepast. Viltu hringja í mig í þetta símanúmer, ha".
Ég get hvergi séð neitt símanúmer og núll takkinn hefur heldur engar upplýsingar að geyma. Mér finnst þetta verulega óþægilegt og finnst þetta ekki fyndið ef þetta hefur átt að vera eitthvað jók. Það er aldrei talað inn á talhólfið mitt vegna þess að gemsinn áframsendist á heimasímann. Er hægt að hringja í Vodafone og fá uppgefið úr hvaða símanúmeri var hringt, spyr sú sem ekki veit.
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter