mánudagur, mars 03, 2008
Það er ekki hægt að segja að þessar gleðipillur séu að virka, ég tútna bara út og er allt í einu komin með belg, augun sokkin og skapið verulega slæmt. Ef ekkert breytist næstu þrjá mánuði er ég hætt á þessum gleðitöflum því þær veita mér ekki mikla gleði í augnablikinu. Kannski er bara úr mér öll gleði.
Gunnsan orðin amma í þriðja sinn, til hamingju með það. Hef ekki heyrt ennþá frá Ragnhildi en hún er að bíða eftir sínu öðru barnabarni sem átti að koma í heiminn um miðjan febrúar.
Ég þarf að sinna vinkonum mínum betur. Hef ekki sinnt sumum þeirra í mörg ár og ég er ekki alveg að þola það. Kannski er þetta bara gangur lífsins en ef ég vil halda í þessar góðu vinkonur mínar sem ég hef eignast í gegnum árin verð ég sjálf að gera eitthvað í því, er það ekki. Svo skrítið að fyrir hálfum mánuði fékk ég upphringingu frá Hildi sem ég hef ekki heyrt í allt of lengi og svo um síðustu helgi hitti ég Möggu á Nasa og ég hef heldur ekki hitt hana lengi. Sakna þessar stelpna, þær eru báðar frábærar. Og Önnu hafði ég aðeins samband við á facebook um daginn og ég vildi svo sannarlega að við héldum betra sambandi þó það sé kannski þrautin þyngri að hitta hana oft þar sem hún býr í London. Og svo hún María mín. Ég hugsa fallega til hennar og vona svo sannarlega að henni fari að batna og verða aftur elsku, fallega María. Það er óþolandi að svona mikið sé lagt á eina manneskju í alvörunni....
Gunnsan orðin amma í þriðja sinn, til hamingju með það. Hef ekki heyrt ennþá frá Ragnhildi en hún er að bíða eftir sínu öðru barnabarni sem átti að koma í heiminn um miðjan febrúar.
Ég þarf að sinna vinkonum mínum betur. Hef ekki sinnt sumum þeirra í mörg ár og ég er ekki alveg að þola það. Kannski er þetta bara gangur lífsins en ef ég vil halda í þessar góðu vinkonur mínar sem ég hef eignast í gegnum árin verð ég sjálf að gera eitthvað í því, er það ekki. Svo skrítið að fyrir hálfum mánuði fékk ég upphringingu frá Hildi sem ég hef ekki heyrt í allt of lengi og svo um síðustu helgi hitti ég Möggu á Nasa og ég hef heldur ekki hitt hana lengi. Sakna þessar stelpna, þær eru báðar frábærar. Og Önnu hafði ég aðeins samband við á facebook um daginn og ég vildi svo sannarlega að við héldum betra sambandi þó það sé kannski þrautin þyngri að hitta hana oft þar sem hún býr í London. Og svo hún María mín. Ég hugsa fallega til hennar og vona svo sannarlega að henni fari að batna og verða aftur elsku, fallega María. Það er óþolandi að svona mikið sé lagt á eina manneskju í alvörunni....
Comments:
Skrifa ummæli