<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 12, 2008

Sit hér við tölvuna á nýhöfnum vinnudegi heima hjá mér. Er með einhverja bólu í augnkróknum sem er mig lifandi að drepa, sé hálfa sjón og það er ekki gott. Og svo er ég að humma það fram af mér að taka draslið upp úr gólfum krakkanna áður en þrifakonan mín kemur - bróðir minn kallar þetta hreindýr. Kannski ekki svo slæmt orð og þó.
Viðtalið við okkur mæðgurnar á að koma á morgun í fermingarblaði Fréttablaðsins, spennandi.
Mætti ekki á kóræfingu út af auganu. Og loksins einhverjar góðar fréttir af henni Maríu minni, sem vonandi halda áfram að vera góðar svo hún fari að komast heim til sín. Sendi henni góða strauma.
Var að passa Rakelítuna mína um helgina. Mömmsurnar hennar í rómantískri ferð á Stokkseyri. Hún er bara skemmtileg þessi litli fallegi orkubolti. Talar endalaust upp úr svefni og vekur ömmuna eldsnemma. Um miðja nótt tilkynnti hún mér að kettir ætu mýs og seinna að sængin væri farin af fótunum og ég ætti að breiða yfir þá. Sagði mér svo að það væri alveg ábyggilega kominn dagur svona rétt upp úr sex á sunnudagsmorgni. Amman ekki alveg á því, fékk þá stuttu til að sofa aðeins lengur þar til hún tók af skarið og sagði að nú þyrftum við að fara á fætur því hún væri svo svöng. Elska þetta rauðhærða krakkakríli.
Og Ragnhildur var amma í annað sinn þann 10. mars. Stærðarinnar strákhnokki, 4,7kg og 56 sm. Og svarthærður...gæti nú alveg orðið rautt með tímanum. Reyndar fæddist Rakel rauðhærð og hefur alltaf verið það.
Annars bara verkir í auga...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter