<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Fyrri tónleikar Létta búnir og kerlingarnar tvær á mínum vegum bara sáttar. Önnur þeirra aldrei fílað Megas en er nú orðin fan. Fattaði allt í einu hvað Magnús karlinn er gott skáld. Hrifnar af kvennarabbinu og Möggu Stínu, fannst miðbikið syfjulegt og of þjóðlegt og hátíðlegt en þær lifðu það af, enda sjálfar kórkonur í fullri virkni og sönggyðjur í hjarta sínu. Mér leið sjálfri vel eftir tónleikana, stolt af okkur öllum og hlakka til að syngja í kvöld og í Berlín á laugardaginn. Við verðum bara flottar þó við verðum Möggu Stínu lausar en fáum í staðinn með okkur eðalpiltinn Maríus MögguPálmason og hann er sko flottur og syngur eins og engill.
Ég aftur á móti er svoldið óskipulögð, á eftir að pakka fyrir þessar fjóra Berlínardaga, kann ekki að eiga vorföt fyrir stað þar sem er 14-20 stiga hiti í apríl og veit ekki til að ég líkist nokkurri kvikmyndastjörnu fyrr eða síðar sem hefur átt eins kjól og ég ætla að vera í á árshátíðinni (sá eini sem ég kemst í, útbelgd eins og ég er þessa dagana). Svo ég verð bara gamalt, útbrunnið starlet eða einu sinni vonabí stjarna að annarra vali.
Var að vinna til rúmlega 10 í gær, get bara ekki farið í frí og skilið eftir fullt pósthólf fyrir leikskólabörnin að vinna úr. Það verður fróðlegt að vita hvernig þeim gengur á föstudaginn án mín og Vignis og Andrea í hönnuninni. Sjuddirarirei...
Þarf núna að skella mér í sturtu, versla í matinn, skella í nokkrar vélar, pakka, finna passana, elda fyrir Sprundina og viðhengin, gera mig klára fyrir tónleika, stilla á upptökur langt fram í tímann, láta mömmu og Stellu frænku fá miðana á tónleikana í kvöld, gera mig ótrúlega sæta með öllum nýju möskurunum þremur, kannski ryksuga af því þrifakonan mín var veik í gær, skipta á rúmum og koma mér í Berlínargírinn...ich min ein berlinerinde...!!!


Er Rakelítan mín ekki mesta krútt ever...




Og svona var um að litast á pallinum þann 9. apríl...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter