<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 07, 2008

Heilsufar mitt í gær var svo sannarlega ekki upp á marga fiska. Jafnvægisskynið verulega slæmt og ég mæli ekki með því drekka fleiri en tvo cosmopolitan á einu kvöldi. Allt laugardagskvöldið fremur skýjað en veit bara það var ógislega gaman á þessu samskiptaskralli.
Og svo að íslensku máli. Ágætis grein í mogganum á laugardaginn um það hvernig málið virðist vera að þróast í undarlegar áttir. Vinn t.d. með einum sem er með sé-sýki á hátu stigi: "Ef á sé ekki kominn...ef ég sé ekki heima". Og svar var nefnd þessi fróma setning: "Það var rekið manninn"!!!! Svipuð setningamyndun væri þá kannski: "Það var lesið bókina...Það var þvegið þvottinn.
Og í miðri umræðunni heima í gær tilkynnir Rúskan mér að hún þurfi að fara heim til Alexar, vinkonu sinnar af því hún hafi fengið lánað hjá henni til að borga leigubíl heim, og setningin var svona: "Ég þarf að skulda Alexi". Málið er að öll börnin mín sögnina skulda á undarlegan hátt: "Getur þú skuldað með 5 þús" og meina þá hvort ég geti lánað þeim. Ég er yfirleitt ekki tilbúin til að skulda þeim eitthvað sem þau skulda mér. Og ef ég skulda þeim segja þau: "Þú þarft að skulda mér....skil þetta ekki alveg. Kannski er þessi kynslóð bara alin upp við það að það sé algjörlega í lagi að skulda út um hvippinn og hvappinn en þau þurfi aldrei að borga skuldirnar til baka. Veit það ekki en afskaplega skrítið er þetta samt...nú ætla ég að fá mér eitthvað í svanganóruna...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter