föstudagur, maí 30, 2008
Gat nú verið að ég missti af þessum risajarðskjálfta í gær eins og 17. júní skjálftanum 2000. Ég hlýt bara að vera í varanlegum skjálfta alla daga.
Það styttist í ameríkuför og ég er ekki alveg tilbúin að vera á leiðinni í sumarfrí með hele familíen til tengdafjölskyldunnar í USA en allt kemur þetta í ljós.
Ungdómurinn í dag:
Tvær stúlkur koma inn í verslun og eru að skoða krossa. Önnur þeirra segir: Ætlar þú að fá þér svona venjulegan kross eða kross með karli???
Kona er við kassann í Hagkaup. Er með tvær mismunandi tegundir af sömu vörunni og er að velta því fyrir sér hvora hún eigi að kaupa, en segir svo: "Ég ætla bara að fá hvoru tveggja". Strákurinn á kassanum lítur spyrjandi á strákinn á næsta kassa sem segir: Ég lenti einmitt í þessu í gær. Það þýðir að hún ætlar að fá bæði".
Börnin mín sátu við matarborðið í gær og voru að velta fyrir sér hinum ýmsu máltækjum sem þau eru ekki alveg að skilja.
Rúskan: Það er alltaf verið að segja við mig: "Grunaði MIG ekki Gvend".
Ég: "Þig grunaði ekki Gvend um nokkurn hlut, heldur grunaði Gvend eitthvað"
Trína: "Alveg fáránlegt, getur maður ekki alveg eins sagt: "Grunaði MIG ekki Harald eða eitthvað.
Rúskan var að skjóta á bróður sinn um það að hann væri lítill hnakki.
Ég: "Þú segir þetta nú ekki þegar hann er vaxinn þér yfir höfuð eftir nokkur ár, fyrir utan það, að þú stóðst nú ekki út úr hnefa á hans aldri".
Rúskan: "Hvað þýðir það"?
Ég: "Að þú hafir verið lítil".
Trínan: "Geturu þá ekki bara sagt það, að hún hafi verið lítil, ekki eitthvað hnefa, ha".
Rúskan hringdi í mig um daginn og spurði: "Hvað segir þú stundum, eitthvað rota"?
Ég: "Fyrr má nú rota en dauðrota".
Rúskan: "Jís, skil þetta ekki alveg".
Fyrir einhverjum milljón árum síðan svaraði ég þáverandi eiginmanni mínum sem var að biðja mig um að gera eitthvað: "Skipað gæti ég væri mér hlítt".
Hann: "Mér er nú bara sæmilega hlýtt, þakka þér fyrir".
Og í gær eftir jarðskjálftann kom þessi sami fyrrverandi eiginmaður minn heim, hann býr á Selfossi og sá að sjálfur Hugsuðurinn hafði dottið í gólfið og brotnað í tvennt, sagði við dóttur sína (mína): "Nú er hann ekki langur hugsuður, heldur hálfvíti".
Og svo ég endi nú þessa vitleysu alla saman, nokkrir frasar úr vinnunni:
"Ég ætla að fá eitt af hvoru"....og skjalið er 20 bls.
"Og það á að prenta þetta sitt hvoru megin á blaðið".
Svo mörg voru þau orð......
Það styttist í ameríkuför og ég er ekki alveg tilbúin að vera á leiðinni í sumarfrí með hele familíen til tengdafjölskyldunnar í USA en allt kemur þetta í ljós.
Ungdómurinn í dag:
Tvær stúlkur koma inn í verslun og eru að skoða krossa. Önnur þeirra segir: Ætlar þú að fá þér svona venjulegan kross eða kross með karli???
Kona er við kassann í Hagkaup. Er með tvær mismunandi tegundir af sömu vörunni og er að velta því fyrir sér hvora hún eigi að kaupa, en segir svo: "Ég ætla bara að fá hvoru tveggja". Strákurinn á kassanum lítur spyrjandi á strákinn á næsta kassa sem segir: Ég lenti einmitt í þessu í gær. Það þýðir að hún ætlar að fá bæði".
Börnin mín sátu við matarborðið í gær og voru að velta fyrir sér hinum ýmsu máltækjum sem þau eru ekki alveg að skilja.
Rúskan: Það er alltaf verið að segja við mig: "Grunaði MIG ekki Gvend".
Ég: "Þig grunaði ekki Gvend um nokkurn hlut, heldur grunaði Gvend eitthvað"
Trína: "Alveg fáránlegt, getur maður ekki alveg eins sagt: "Grunaði MIG ekki Harald eða eitthvað.
Rúskan var að skjóta á bróður sinn um það að hann væri lítill hnakki.
Ég: "Þú segir þetta nú ekki þegar hann er vaxinn þér yfir höfuð eftir nokkur ár, fyrir utan það, að þú stóðst nú ekki út úr hnefa á hans aldri".
Rúskan: "Hvað þýðir það"?
Ég: "Að þú hafir verið lítil".
Trínan: "Geturu þá ekki bara sagt það, að hún hafi verið lítil, ekki eitthvað hnefa, ha".
Rúskan hringdi í mig um daginn og spurði: "Hvað segir þú stundum, eitthvað rota"?
Ég: "Fyrr má nú rota en dauðrota".
Rúskan: "Jís, skil þetta ekki alveg".
Fyrir einhverjum milljón árum síðan svaraði ég þáverandi eiginmanni mínum sem var að biðja mig um að gera eitthvað: "Skipað gæti ég væri mér hlítt".
Hann: "Mér er nú bara sæmilega hlýtt, þakka þér fyrir".
Og í gær eftir jarðskjálftann kom þessi sami fyrrverandi eiginmaður minn heim, hann býr á Selfossi og sá að sjálfur Hugsuðurinn hafði dottið í gólfið og brotnað í tvennt, sagði við dóttur sína (mína): "Nú er hann ekki langur hugsuður, heldur hálfvíti".
Og svo ég endi nú þessa vitleysu alla saman, nokkrir frasar úr vinnunni:
"Ég ætla að fá eitt af hvoru"....og skjalið er 20 bls.
"Og það á að prenta þetta sitt hvoru megin á blaðið".
Svo mörg voru þau orð......
Comments:
Skrifa ummæli